mánudagur, mars 01, 2010

Þorrablótið heppnaðist barasta alveg ágætlega :) ég skemmti mér mjög vel og allir sem mættu og ég hef talað við síðan sömuleiðis ... en ef ég tengist þessum undirbúningi aftur á næsta ári á einhvern hátt þá ætla ég að sleppa súrmatnum (öllu nema pungunum, þeir kláruðust) og vera bara með "venjulegan" þorramat. Þessi súrmatur er fáránlega dýr og ég sá ekki að hann hefði vakið mikla lukku á þorrablótinu ... ég borða hann ekki þannig að ég bjó til súpu fyrir mig og þá sem vildu smakka (ég er ekki að kalla annað fólk gikki, bara mig). Það virtust flestir vera mjög hrifnir af þessari súpu og það fór miklu meira af henni en súrmatnum þannig að næst verður súpa og harðfiskur, rúgbrauð, flatkökur, hangikjöt og súrir pungar þannig að það megi kalla þetta þorrablót ;)


annars er það að frétta af mér að ég er orðin hálfopinber bloggari! Ég var nefnilega beðin um að vera með á Eyjubloggi um bíómyndir :) ég fæ að skrifa um rómantískar gamanmyndir því ... já, ég þjáist satt að segja af smávegis skvísuræmnablæti ... en það er ekkert að því þegar einhver er tilbúinn að borga í bíó fyrir mig ;)

ég ætla sumsé í bíó í vikunni en núna er ég að hnoða saman grein um Waitress - hún er ein af nýju uppáhaldsmyndunum mínum. Keri Russel sem ég þoldi ekki sem Felicity brillerar sem kúguð eiginkona sem dreymir um að strjúka að heiman. Hún fattar svo að hún er ólétt (eftir að eiginmannsfíflið hennar fyllti hana eitt kvöldið) og fellur fyrir kvensjúkdómalækninum sínum ... og bakar guðdómlega góðar bökur sem flytja þá sem borða þær á æðra plan og nefnir þær eftir atburðum í lífi sínu, samanber Bad Baby Pie AKA I Don't Want Earl's Baby Pie - þær breyttu nafninu í Bad Baby því það gekk ekki að skrifa hitt nafnið á matseðil dagsins ;)

... og núna er ég búin að skrifa slatta um myndina á tveim mínútum en er búin að vera að rembast við álíka langan texta miklu, miklu lengur á hinum staðnum ... fæ ekki skilið afhverju höfuðið á mér er svona feimið við Eyjuna en frjálst á Blogspot - þetta er nákvæmlega jafnopinberir miðlar!! fyrsta færslan á Bíóeyjunni var um The Proposal og það er varla að ég þekki stílinn hjá sjálfri mér því ég ritskoðaði allt sem ég sagði aftur og aftur og aftur ...

en hvað um það, þið getið fylgst með þessu hérna og ég held að þetta eigi eftir að vera mjög skemmtilegur vefur :)


Góðar stundir


P.S. skvísuræma er sumsé það sama og skvísuskrudda bara um bíómyndir ekki bækur, skvísuskrudda er íslenska orðið fyrir chicklit þannig að skvísuræman er þá íslenska orðið fyrir chickflick??? ég er ábyggilega ekki að búa þetta til en ég hef samt ekki séð þetta ræmu-orð neins staðar? skvísuskruddu-orðið fann ég hins vegar á blogginu hennar Sólrúnar og hún er massaklár þannig að það orð er pottþétt alvöru :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þér! Sjálfsritskoðunin fer örugglega fljótt af þér...þá fer húmorinn þinn að lauma sér inn og þú verður stjarna í bloggheimum :)



Hinsvegar deili ég ekki ást þinni á rómantískum gamanmyndum nema einni sem er byggð á sannri sögu og bráðfyndin http://en.wikipedia.org/wiki/My_Sassy_Girl

Syneta sagði...

Ó takk þú nafnlausi kommentari :) ... sem mig grunar að sé Gummi því þessi Sassy Girl mynd er eitthvað svo þú ;)

Nafnlaus sagði...

Mér fannst The Proposal skemmtileg:o) annars hef ég verið að horfa á fáar bíómyndir seinustu mánuði því ég held ekki athyglinni nógu lengi í einu nú orðið....ætli ég vinni of mikið????
Ég styð þína útgáfu af þorrablóti nema ég myndi bæta sviðum og lifrapylsu (auðvitað ferskri) við....og ég er stolt af því að kalla mig gikk!!!!
Valgerður

Nafnlaus sagði...

jú sorry, gleymdi að kvitta...

Eydís sagði...

Ég las færslurnar þrjár í einum rykk!!! Hef ekki séð neina af þessum myndum, en langar núna að sjá þær allar! Hlakka til að lesa hvern einasta pistil!!!! Þú orðar þetta glæsilega, og húmorinn þinn skín í gegn!!! En það allra besta er að þú gefur manni klárlega nýja sýn á myndirnar. Hef séð margar rómantískar gamanmyndir í gegnum tíðina, en myndi ekki detta í hug að setja sama samhengi í söguþráðinn og þú. Það að lesa einn svona pistil jafnast á við fimm ára Asíuvettvangsferð eða einhverju stórbrotnu ævintýraferðalagi, maður kemur gjörbreyttur "til baka" (svo maður tali nú ekki um hvað það er mannbætandi). Þér tekst að hrista duglega til í viðhorfum mínum. Takk! :)