þriðjudagur, mars 30, 2010




Naaaa ... ég hef ekki ennþá farið að sjá gosið af óviðráðanlegum orsökum en þar sem það er í tísku verð ég að eiga mynd af mér með gosinu er það ekki? Jafnvel að hugsa um að setja myndina sem prófíl mynd á Facebook en það mun væntanlega kosta það að ég þurfi að viðurkenna að ég hafi ekki farið að sjá gosið og að ef vel er að gáð er ég á stuttermabol á myndinni. Þá mun kannski einhver halda að ég sé einn af vitleysingunum sem varð að láta ná í sig vegna vanbúnaðar eða einhverjir sem trúa myndinni mun líða illa yfir að láta Windows Paint plata sig ... sjáum til :)

En ég mun fara að sjá gosið og sjóða mér egg á hrauninu ... kannski spagettí líka? ekki eins grand og Hótel Holt en sniðugt samt að borða heitt nesti á gosstaðnum er það ekki? ;)


Góðar stundir

Engin ummæli: