föstudagur, mars 26, 2010

Heimasíminn er fundinn! :)

Ég er svo þakklát fyrir þetta blessaða eldgos og þegar ég fann símann varð ég enn þakklátari því annars hefði hann ekki fundist fyrr en ... ja, maí?

Síðan eldgosið hófst hef ég ekki heyrt orðið Icesave og þó að umfjöllun um gosið hafi verið fyrsta atriði allra frétta alla vikuna verður það seint þreytt því gosið er alltaf að breytast, færast, aukast, springa og spreyja - allt afskaplega spennandi :)

við vorum að tala um að kíkja á það í byrjun næstu viku, þegar helgarumferðin er búin og áður en næsta helgi byrjar og þegar veðrið er víst betra en það á að vera um helgina? þannig að ég fór að finna til dót og getiði hvað var á milli legghlífanna minna og göngusokkanna? Jú mikið rétt, heimasíminn! :)

Og ég man líka afhverju hann endaði þar :) ég var að tala í símann og það var ógeðslega kalt þannig að ég byrjaði að hita vatn í te og ætlaði að finna mér hlýja sokka til að hafa það kósí. Í því sem ég opnaði skúffuna með hlýju fötunum endaði símatalið og ég skipti símanum út fyrir þykka ullarsokka sem hafa samt ratað aftur í skúffuna án þess að ég hafi orðið símans vör - skemmtilegt ;)


En núna eru komnar reglur varðandi frágang símans og ætlast ég til þess að allir fylgi þeim eftir - sérstaklega Fídel sem er alltaf að blaðra í símann þegar ég er ekki heima ...


Góðar stundir og gleðilegt gos :)

1 ummæli:

Valgerður sagði...

Ég lofa að biðja Fidel um að ganga frá símanum næst þegar hann hringir í mig!!!