Geri ekki ráð fyrir að nokkur lesi þetta blogg lengur en ætla samt að spyrja, ætlar einhver á Jethro Tull í september?
Ég missti af fyrstu miðasölunni en var að sjá að það verða aukatónleikar 12. september þannig að það er séns að komast ... veit samt ekki hvort ég þekki nokkurn sem fílar hljómsveitina nóg til að fara nema þeir sem fíla hana svo mikið að þeir hafi pottþétt keypt miða á fyrri tónleikana ;)
tékka á þessu ... :)
Annars er "remba" afskaplega sérkennilegt fyrirbæri og hrjáir marga sem gera sér ekki grein fyrir því. En það er eflaust ein lýsing rembu, þú gerir þér ekki grein fyrir að þú sért haldin henni frekar en þú gerir þér grein fyrir fordómum þínum ... nema þessum meðvituðu auðvitað. Þú hefur ákveðna lífssýn og skoðun á hlutunum og það er enginn að fara að segja þér að hún sé röng. Ef þú ert sannfærður um eitthvað er það bara þannig, Volkswagen eru lélegir bílar, Benz eru góðir bílar, konur eru hálfvitar ... þið vitið hvað ég er að fara.
Einu sinni var mér sagt að ég væri svo hrokafull að það væri erfitt ef ekki ómögulegt að tala við mig. Mér þótti það merkilegt því ég hafði ekki gert mér grein fyrir því sjálf. Eflaust er ég hrokafull en ég vissi ekki að það væri erfitt að tala við mig af þeim sökum. Alltaf gott að læra eitthvað nýtt, sérstaklega um sjálfan sig. Þá er hægt að vera meðvitaðari um persónuleikabresti sína og gera eitthvað í þeim.
Ég hef gert það sem ég get til að hætta að vera hrokafull eftir að mér var sagt að ég væri það. Ég vona að það hafi tekist en ég get ekki verið alveg viss því ég tala ekki við sjálfa mig þannig. Viðskiptavinir mínir hins vegar taka ábendingum um mismunandi lífsspeki ólíkra einstaklinga afskaplega illa. Í vinnunni minni kynnist ég fjölmörgum rembum af öllum stærðum og gerðum sem eru sannfærðir um allt milli himins og jarðar - meðal annars vegna misgóðrar þjónustu geðheilbrigðiskerfisins geta þessar sannfæringar verið alls konar og afskaplega skrautlegar. En karlremba er afskaplega algeng og margir eiga erfitt með að sætta sig við að þeim sé "haldið föngnum" af konu ... og ekki "in a good way".
Það er svipað áhrifamikið að sparka í froðu í þeim tilgangi að skora mark með henni og að pirra sig á rembum viðskiptavinanna þannig að ég hef lært að anda með nefinu (þegar lyktin leyfir) og sætta mig við fjölbreytileika mannlífsins. Afhverju er ég þá að skrifa þetta? Þrátt fyrir að vera nokkuð sjóuð í mannlegum samskiptum, svona miðað við upplag, aldur og fyrri störf, þá er ég sífellt að átta mig á fleiri flötum mannlífsins. Karlremba kvenmanna er sérlega áhugaverður flötur sem ég hef ekki spáð nægilega mikið í. Konur geta verið rosalegar karlrembur. En hvað kallast konur sem eru karlrembur? Þær koma eins fram við konur og karlkyns karlrembur en eru samt konur ... er til orð yfir þær?
Bara pæling.
Lifið heil og heilsteypt
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég les og les og les....
Valla
Ég geri það nú líka!
Hildur
Sæl Guðrún.
Ég les líka, og læri, vonandi...
Alltaf áhugavert að kíkja á bloggið þitt.
Stundum bara til að lesa eitthvað bjargar deginum.
Já, fordómar. Ég sem taldi mig svo fordómalítinn, en get gert grín að öllu og öllum, líka sjálfum mér.
Góður vinur minn, sem er sálfræðingur, sagði eitt sinn við mig. "Heimir, ef þú hættir að geta hlegið að lífinu, þá þarftu að koma til mín."
Svo ég er eins og marbendill, hlæ að þessu öllu.
Afsakaðu hvað ég skrifa mikið, er ekki á feisbúkk.
Sumarkveðja,
Heimir H. Karlsson.
Kvenrembur er orðið sem ég hef alltaf notað yfir þetta, en ég veit ekki, kannski er ég svona óþroskaður...þetta pirrar mig alltaf... örugglega að reyna að skora mark með froðu :)En já það er líka svaka gaman að pæla í eigin persónuleika....svo lengi sem þú pælir í honum í samanburði við aðra persónuleika...annars erum við farin að tala um borderline sjálfsást ;)
Gvuð hvað það er erfitt að kommenta hjá þér, kommentaboxið er 1x1 cm á stærði í operu...fyrra kommentið átti að enda á borderline persónuleika eða Nacississma...ef þú skiður hvað ég á við...núna sé ég ekki neitt lengur...hvað varð um kaffið sem þú ætlaðir að bjóða mér uppá? Ég kaupi kökubita í staðinn?
Skrifa ummæli