sunnudagur, júlí 26, 2009

Ég fór í afmæli til Öddu í kvöld, rosalega flott afmæli og alger synd að þurfa að yfirgefa það til að fara í vinnuna :/ fullt ísker af drykkjum, stórglæsilegar veitingar og skemmtilegt fólk - enda ekki við öðru að búast en skemmtilegu partýi miðað við hvað boðskortið var flott ;)


Ég var að heyra alveg frábæran brandara. Glæpabrandara, enda lögga sem sagði mér hann - löggur segja auðvitað bara brandara um glæpi :)


Það var skjaldbaka sem fór í frí til New York og lenti í árás.
Sniglagengi réðst á hana og rændi hana öllum verðmætum.

Löggan kom á staðinn, tók skýrslu af sjokkaðri skjaldbökunni og spurði hvort hún gæti lýst lýst árásaraðilunum?

Skjaldbakan hugsaði lengi, lengi áður en hún svaraði.

Loks sagði hún:

"Vitiði strákar, ég veit ekki hvernig þeir litu út. Þetta gerðist allt svo hratt"Ójá, ég hló svo það komu tár ;)


Lifið heil

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð í Danmörku 12 sept. - þetta er sko ferðasumarið mikla hjá mér.
kv, Valgerður Ósk

Hlúnkur Skúnkur sagði...

Einhverntímann þarf ég að muna eftir að segja þér hvað mér finnst fyndið ;-D

G.