fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Ferð að líða að jólaprófum og ég er að lesa fyrir þau ... ég þoli ekki próf. Hef ég ekki einhvern tímann minnst á það hérna? eins og til dæmis í gær eða fyrradag? :)

ég bakaði köku fyrir vinnufélagana í nótt, auðvitað af einskærri, óeigingjarnri, hreinni og klárri góðmennsku en mig langaði líka í skúffuköku þannig að það var kjörið að slá þessu tvennu saman ;) það er nefnilega galli að þegar ég bý eitthvað til bý ég alltaf til nægilega mikið magn fyrir hungraðan heim líka og þó það sé hægt að frysta alls konar í hentugum pakkninum þá virkar ekki að frysta skúffukökur ;)

... annars er klukkan hálfsjö um morgun og ég er farin að glósa glósur - spurning um að segja þetta gott í nótt? ;)

Lifið heil

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

To my friends who enjoy a glass of wine....and those who don't.


As Ben Franklin said: 'In wine there is wisdom, in beer there is freedom, in water there is bacteria.'

In a number of carefully controlled trials, scientists have demonstrated that if we drink 1 liter of water each day, at the end of the year we would have absorbed more than 1 kilo of Escherichia coli, (E. coli) - bacteria found in feces.

In other words, we are consuming 1 kilo of poo.

However, we do NOT run that risk when drinking wine & beer (or tequila, rum, whiskey or other liquor) because alcohol has to go through a purification process of boiling, filtering and/or fermenting.


Remember:

Water = Poo

Wine = Health


Therefore, it's better to drink wine and talk stupid, than to drink water and be full of shit.

There is no need to thank me for this valuable information: I'm doing it as a public service.

Happy thoughts

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Hvernig er ekki hægt að fíla Denny Crane? :)


Denny Crane & Guns from Alex Hall on Vimeo.

Lifið heil
Blitzblogg af næturvaktinni :)

ég er að velta jólunum fyrir mér, hvað ég eigi að gera varðandi jólagjafir og svoleiðis - allir krakkarnir í fjölskyldunni fá keypta pakka frá mér en ég hugsa að rest fái bara heimatilbúið? Einhver mótmæli? ég skal búa til eitthvað hrikalega fínt :)

hvað ætlið þið að gera? kannski ég sendi jólakort í fyrsta sinn síðan í barnaskóla? voru póstkassar í skólastofunni ykkar þegar þið voruð lítil? minn var rautt hús með bómul á þakinu fyrir snjó og að mig minnir fánastöng fyrir utan en fánastöngin var aðeins brotin því systur mínar áttu húsið á undan mér og svona papppadót lifir ekki allt af. Til að komast í jólakortin var hægt að lyfta þakinu og ég fékk alltaf fleiri kort en ég sendi ... mig minnir að þeir sem voru í seinni hluta stafrófsins hafi aldrei fengið kort frá mér því ég var svo lengi að búa til kortin að mér vannst aldrei tími til að klára allan nafnalistann sem Brynhildur kennari lét okkur fá til að halda utan um hverjum við vorum búin að senda og áttum eftir :)

jújú, kannski sendi ég ekki jólakort sem fullorðin vegna þess að ég skammst mín fyrir að allir sem heita nafni sem byrja á staf í seinni hluta stafrófsins fengu yfirleitt ekki jólakort þegar ég var lítil? já eða kannski er ég bara ekki týpan sem sendi jólakort og það kom strax í ljós þegar ég var lítil? :)

en áður en það koma jól þá verð ég að klára jólaprófin og ég kvíði þeim afskaplega mikið. Ég þoli ekki próf og vildi óska að það væri hægt að klára allt nám án þess að taka próf ... og það er eflaust hægt einhvers staðar?

vantar einhvern mótorhjólagalla og hjálm? glænýtt og bara notað einu sinni? stelpan sem á hann er um 170 sm á hæð og nett, með venjulega stóran haus þannig að ef þú ert svipuð og vantar galla vertu í bandi - líka ef þú átt netta kærustu með venjulega stóran haus og vilt gefa henni galla í jólagjöf kannski? koma henni á bragðið? gæti verið besta jólagjöf ársins :)

Góðar stundir

föstudagur, nóvember 14, 2008

Ég er í vinnu sem er yfirleitt ekki sérlega hættuleg ... en í dag bjargaði ég mannslífi!

Já, það var bara venjulegur morgun fram að hádegi. Ágætlega margir í geymslunni en það sváfu flestir út og við gátum leyft stórum hluta að fara fyrir hádegi þannig að það voru bara þrír í hádegismat. Ég fór upp og borðaði, ýsu með rækju og blaðlaukssósu og kartöflur, barasta mjög gott. Svo náði ég í þrjá matarbakka og litla mjólkurfernu með hverjum þeirra. Ég fann til plasthnífapör og fór að dreifa matnum til viðeigandi manna.

Ég var nýbúin að láta síðasta manninn fá bakkann sinn þegar hann hringdi bjöllunni. Ég hugsaði með mér að hann gæti ekki hafa haft tíma til að gera nokkuð annað en að skoða matinn og var nokkuð viss um að hann myndi biðja um að fá að reykja þar sem hann væri "búinn að fá matinn" ... stundum þarf að passa afskaplega vel uppá hvert einasta orð því sumir eru sleipari en álar í að endurtaka nákvæmlega það sem ég sagði en skilja ekki það sem ég meinti - fín æfing í að tala skýrt að vísu :)

Ég fer sem sagt aftur að klefanum og opna lúguna, þá stendur eymingjans maðurinn með peysuna fyrir munninum og tárin í augunum, hann var með bráðaofnæmi fyrir rækjum og sósan var yfir allt saman!! :/

Ég opnaði auðvitað um leið, tók af honum bakkann og bjargaði honum þar með frá bráðum bana!

Svo náði ég í samloku handa honum með kalkún ... núna ætla ég að fara að spyrja hvort menn séu með ofnæmi líka, ég spyr nú þegar hvort þeir séu grænmetisætur - merkilega algengt þó þið trúið því ekki :)



Stórhættuleg kvikindi!


Góðar stundir

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Blitzblogg í tilefni kreppunnar og skammdegisins :)

hversu víðtæk þarf kreppan að vera til að teljast til heimskreppu? er heimurinn Vesturlönd í þessu sambandi líka eins og sumu öðru? var bara að spá ... annars er ég ekki svo mikið að hugsa um kreppuna þessa dagana, alveg hætt því nema að því leyti að ég er ennþá að safna kreppupósti ef þið eigið svoleiðis í fórum ykkar ;) og talandi um það þá fékk ég hlekk á þessa færslu senda áðan, takk Edda :)

bara nokkrir dagar eftir af skólanum og það er skerí stöff framundan ... langt skriflegt próf (ein spurning, en val um tvær) og munnlegt próf (ein spurning, en val um tvær) og hvað ... fimm þúsund blaðsíður? ... kannski ekki svo mikið en efnið er á við nokkrar símaskrár bara ekki eins þunnur pappír :)

svo er ég líka alltaf að vinna bara og vinna en internetið virkar ekkert sérstaklega vel í vinnunni þannig að ég nenni eiginlega ekki að nota það þar ... ég er sem sagt heima núna og er að baka - jú, ég geri það orðið reglulega því ég er að hætta að borða brauð, ekkert fanatískt hætt bara að hætta svona hægt og rólega ... eins og maður gerir, ekkert cold turkey bara hætt að kaupa það og þannig :)

jújú, Bjarni bara búinn að segja af sér - synd og skömm, hann var alvöru ... og þess vegna sagði hann auðvitað af sér, heiðursmannaafsögn. Afhverju axla menn eiginlega aldrei ábyrgð? hvað varð um fyrirmyndirnar? hverjar eru fyrirmyndir komandi kynslóða? til hverra geta börn litið upp til í dag? ... ekki beysið úrval að mínu mati - hvaða opinberu aðilar teljið þið að séu þess verð að flokkast sem fyrirmyndir ungu kynslóðarinnar??

kommentið endilega og verið góð við hvert annað