þriðjudagur, september 16, 2008

Ég hef ekki verið afkastamikil hérna á blogginu undanfarið en fyrir því eru margar ástæður ... sem ég var byrjuð að fara útí í rosalega stórum smáatriðum en er hætt við:)
Þetta var ekki skemmtileg upptalning fyrir nokkurn mann nema mig þannig að ég hlífi ykkur við henni:)

En ég áttaði mig á svolitlu í morgun sem mig langar til að deila með ykkur. Ég er ekki lengur neitt sérstaklega mikið á móti rigningunni:) ég hef aldrei verið mikið fyrir rigningu og það hefur stundum kostað mikla andlega áreynslu að láta hana framhjá mér fara en í morgun þegar ég var á leiðinni í vinnuna fannst mér hún alveg frábær:)


það var alveg ofsalega notalegt að fara frammúr í myrkrinu, klæða mig í mótorhjólagallann og hjálminn og fara svo út í hellidembuna með eins konar hlífðarskikkju yfir mér, ég fann ekki fyrir neinum kulda eða bleytu bara hlýju og kósíheitum nánast eins og ég væri ennþá uppí rúmi, cocoon inní gallanum:)
þetta var náttúrulega stutt leið sem ég varð að fara þannig að gallinn hélt rigningunni og það er líklega það sem gerði morguninn svona góðann, ég hef lent svo oft í að vera blaut uppá bak á hjólinu í sumar að þessir skottúrar innanbæjar í cocooninu eru alveg yndislegir þrátt fyrir hitabeltisrigningu;)

Lifið heil

3 ummæli:

VallaÓsk sagði...

Mér finnst gott að fara út í rigningu - jafnvel þó það sé grenjandi sunnanroksrigning...það er svo hreinsandi að vera þveginn svona af náttúrunni....En ég er kannski ekki til í að ganga lengi í henni ef ég er að fara í vinnuna.

M sagði að við værum velkomnar, sérstaklega ef við lékum páskahéra:o)

Nafnlaus sagði...

Rigning er alltaf góð, ég samgleðst svo trjánum og gróðrinum alltaf? P.S. Frábær orðanotkun hjá þér "rosalega stórum smáatriðum" híhíhí :)

theddag sagði...

Þegar ég las að þú værir í cocoon í gallanum ætlaði ég að minna þig á vesturferð þína í sumar, en las svo áfram :)