fimmtudagur, september 25, 2008

Tvífarar næturinnar:

Wallace úr Wallace og Gromit:


og

Matt Lucas úr Little Britain:


Ótrúlegur svipur með þeim:)

í öðrum fréttum var ég að vinna 2000 króna afslátt af andlitslyftingu í Núinu ... nú spyr sú sem ekkert veit, er 2000 króna afsláttur af svoleiðis aðgerð ekki bara dropi í hafið? eru þær nægilega algengar aðgerðir til að Núið-fólkið geti réttlætt þær sem "vinninga" þar sem þú getur líka unnið 2fyrir1 á vídeóleigum? ... hvað sem því líður, ég mun að öllum líkindum ekki nýta mér þennan afslátt þannig að ef eitthvert ykkar er að spá í svona aðgerð þá megið þið endilega fá hjá mér afsláttarmiðann:)


Góðar stundir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú ættir að spegla aðra myndina :)

Þú ættir endilega að nota afsláttinn; byrja á að draga neðri kjálkann aðeins fram, hækka vinstra kinnbeinið aðeins - ekkert mikið, bara svona 7-9cm - láta breikka bilið milli augnanna, stækka eyrnablöðkurnar... en leyfa eyrnasneplunum samt að halda sér - þeir eru ekkert svo voðalega slæmir. Og svo er algjört möst að þú fáir þér efri vör einsog... þessi íslenzka í SkjáEins þáttunum... Musky Ragnarson.
Jájá,
segirðu annars bara ekki allt gott?

Nafnlaus sagði...

2000 króna afsláttur á skurðaðgerð? Húmm hljómar fishy :) Ég er líka líkur Wallace, kannski aðeins meira sexý og þó?