Auðvitað átti ég við viðtengingarháttARsýki og að sjálfsögðu ætla ég ekki að vera lögfræðingur:) ég var að meina þegar fólk talar skringilega og notar "sé" í sífellu í staðinn fyrir "er" - "ef það sé laust" og "ef það sé frí" ... ég hef aldrei heyrt þetta en mér var sagt um daginn að þetta væri málýska að vestan, hafið þið heyrt það?
Núna er tími vetrardekkjanna, ekki endilega negldra dekkja bara ekki sumardekkja - persónulega myndi mig langa í hnetuskeljadekk ef ég væri ekki á fínum heilsársdekkjum, hentuskeljar ríma einhvern vegin við Ara litla finnst þér ekki?
Ég varð hins vegar að setja vinnubílinn á nagladekk í síðustu viku, negld Michellindekk eins og allir hinir vinnubílarnir. Ég fer á dekkjaverkstæðið sem fyrirtækið notar og tilkynni manninum á skrifstofunni að ég sé "komin til að kaupa negld Michellindekk á Þykkvabæjarbílinn þarna í hlaðinu" - tegund dekkjanna er ákveðin af forstjóranum eftir álit og umræður allra starfsmannanna og að fenginni reynslu nokkurra áratuga, samanlagt:)
Dekkjamaðurinn skoðar bílinn, flettir upp í tölvunni og kveður svo upp dóminn, hann "á ekki til dekkin í þessari stærð" en hann "á hins vegar til ..." svo hefst söluræðan. Ég ítreka nokkrum sinnum að ég hafi ekki nokkurt umboð til að kaupa öðruvísi dekk en þau sem ég var send til að kaupa en gaurinn heldur áfram og fer meira að segja að telja upp þá möguleika sem leynast í loftbóludekkjum og grófum heilsársdekkjum. Ég spyr hvort að "von sé á dekkjunum sem ég á að kaupa, ég get alveg komið aftur í næstu viku ef þau verða komin þá?" Honum er alveg sama, hann ætlar að selja mér eitthvað sem ég má ekki kaupa, ég geri því það eina rétta í stöðunni, ég hringi í forstjórann:)
"blessaður, er ég að trufla? geturðu rætt dekk?" jú, hann gat það þannig að ég rétti sölumanninum mikla símann og hann segir "sæll, ég var að segja stelpunni að við eigum ekki til negld Michellindekk í réttri stærð en við eigum negld BFGoodrich?" hann þegir í nokkrar sekúndur og ég heyri að forstjórinn svarar einhverju. Hvað haldiði að dekkjasölumaðurinn hafi sagt þá?
"Má ég þá ekki bara athuga lagerinn og biðja hana um að koma aftur þegar dekkin eru komin inná gólf til mín?"!!!!!!!!
... ég varð að hringja í forstjórann til að fá hann til að svara þessu???!! Skammaðist mín nett auðvitað því þetta virkaði eins og ég væri algerlega ófær um að taka sjálfstæða ákvörðun!! Þegar ég hitti forstjórann í morgunkaffinu daginn eftir bað ég hann afsökunar á símtalinu, "ef ég hefði fengið tækifæri til að svara þessari spurningu hafði ég aldrei þurft að hringja, ég fékk bara söluræðuna"
"Ég velti því einmitt fyrir mér afhverju þú gast ekki svarað þessu sjálf en áttaði mig svo á því að hann var auðvitað að reyna að selja þér eitthvað annað, ef þú værir með typpi elskan mín myndirðu aldrei lenda í þessu, þetta er allt í lagi."
Mér finnst forstjórinn mjög fínn gaur - þeir eru það allir, skrifstofustelpurnar líka, ég mun sakna þeirra:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sölumenn eru spes, ég hef ansi oft lent í svipuðu með tölvuhluti, ég vil hlut x en hann er ekki til og þeir reyna að selja manni hlut y. Ferlega pirrandi, śerstaklega þar sem hlutur y er alltaf mun dýrari og búinn að fá verri dóma hjá tæknitímaritum :) Kannski fá sölumenn oft svona dagsskipanir um að tæma lagerinn?
-,,Góðan daginn, ekki eigiði blokkflautur?''
-,,Ha? Blokkflautur... nee, veiztu ég var bara að selja þá síðustu -
en ég var að fá anzi skemmtilega rafmagnsbassa''.
Skrifa ummæli