Kæru vinir!!
takk kærlega fyrir komuna síðasta laugardag og ég vona innilega að þið hafið skemmt ykkur eins vel og ég?;)
afmælisveislan var frábær og það fyllir mig alls konar væmni að vita til þess að ég á svona yndislega vini - þeir sem komu ekki en eru löglega afsakaðir eru líka yndislegir auðvitað;)
ég er ennþá að vinna hjá Þykkvabæjar og mér finnst það ennþá alveg jafnskemmtilegt þó að það sé farið að vera ögn þreytandi að vera alltaf að læra á nýjar búðir og mötuneyti, vera alltaf afleysingarstarfsmaðurinn og vera loksins komin með allt á hreint í sömu vikunni og venjulegi bílstjórinn kemur aftur úr fríinu sínu:) eitt að því skemmtilegasta við þessa vinnu er að ég er alltaf að hitta nýtt fólk, eins og um daginn þegar ég var uppí Hólagarði. Ég er að keyra frá Bónusbúðinni þegar það kemur maður hlaupandi að bílnum og bankar á rúðuna, ég skrúfa niður (eða hvað sem það heitir þegar rúður eru rafdrifnar):
"Ertu á leiðinni í Þykkvabæinn?" spurði maðurinn sem var hálftannlaus með mikið af ógreiddum gráum krullum um allt höfuðið, en samt hálfsköllóttur.
"Nei, því miður, ég er á leiðinni í Vesturbæinn núna" og hugsaði með sjálfri mér að ég hefði líklega verið á leiðinni í Þykkvabæinn ef hann hefði spurt um Vesturbæinn.
"Allt í lagi, ég ætlaði bara að fá far með þér" það var rigning þennan dag, ekkert að því að vona;)
"Nú já, einmitt" ég ákvað að vera ekkert að gefa út á þessar pælingar með farið, til vonar og vara.
"Já, ég á sko bíl en ég var að spá í að spara bensínið" hann hljómaði ekki beint sannfærandi, meira svona eins og hann væri að reyna að ganga í augun á mér með að segjast eiga bíl ekki eins og hann ætti hann í alvörunni.
"Alltaf gott að nota ferðina, alltof margir einir í bíl" það er rétt, eina fólkið sem er saman á bíl eru ellilífeyrisþegar og fólk með börn í bílstólum - og einstaka ósáttur unglingur með foreldrum sínum í stórum jeppum og lexusum ...
"Nákvæmlega!! Þú skilur mig!!" ég var að vísu að leggja mig fram um það, hann var frekar þvoglumæltur og svo vantaði í hann bróðurpartinn af tönnunum eins og áður sagði
"Ég ætlaði að fá far með þér vegna þess að ég hef aldrei farið í Þykkvabæinn!!" ef hann hefði verið sitjandi hefði hann slegið á lær sér, það getur vel verið að hann hafi gert það?
"Nei, hann er ekki í alfaraleið" ég hef bara farið einu sinni sjálf og ég "vinn þar", hvað hafa mörg ykkar farið í Þykkvabæinn?
"Ég ætla samt að fara á morgun!!" sagði maðurinn og hló stórkallalega ... ég veit, asnalegt lýsingarorð, en það eina sem er viðeigandi til að lýsa hlátrinum:)
"Ok" ég held það hafi ekkert heyrst í mér ...
"Já, ég ætla að fara á morgun!! ég ætla að húkka mér far í Þykkvabæinn og taka myndir!!" núna sló hann á lær sér, bæði, hló hátt og klappaði saman lófunum, ég var fegin að hann var farinn að fjarlægjast bílinn.
"Góð hugmynd" afhverju ekki að fara í Þykkvabæinn, þetta er mjög fallegt svæði;)
"Ég ætla að taka myndir!!" hrópaði maðurinn að bílnum skælbrosandi og kýldi útí loftið eins og Rocky þegar hann er búinn að hlaupa upp allar tröppurnar.
"Góða ferð" kallaði ég á eftir honum því það er ekki á hverjum degi sem ég sé fólk taka ákvarðanir sem gleðja það svona augljóslega:)
... svo lagði ég af stað í Vesturbæinn.
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Til hamingju með afmælið um daginn ;)
Góðan daginn mín kæra!
Gott að ammlið var frábært.
Það er sko alltaf hægt að treysta því að þú lendir í einhverjum stórfurðulegum og óhugsandi aðstæðum. Schnilld.......
Fólkið sem þú hittir, það er alveg magnað LOL
Takk kærlega fyrir frábært afmæli, ég skemmti mér mjög vel.
Tak for sidst, det var kæmpe moro og koseligt. Altså i lördags! Þessi fundur þinn við Hólagarð er eiginlega bara eitthvað sem þú getur ratað í (meint sem hrós!).
Skrifa ummæli