fimmtudagur, september 20, 2007

Góðan og blessaðan:)

hafiði séð You've Got Mail? Í einu atriðinu er persónan hennar Meg Ryan, Kathleen Kelly, lasin og neitar að hleypa Tom Hanks, Joe Fox, upp til sín á þeirri forsendu að hún sé bullandi lasin og geti ekki tekið á móti neinum:

Who is it?
It's Joe Fox
What are you doing here?
Ah, may I please come up?
No, I don't, no, I don't think that that is a good idea because I have a, I have a terrible cold - *aaatsjhuuuu*! Can you hear that?!
Yeah
Listen, I'm sniffling, and I'm not really awake. I'm taking echinacea and vitamin C and sleeping practiacally 24 hours a day. I have a temperature. And I think I'm contagious. So I would, I would really appreciate it if you'd just go away.

Bank bank bank
- Joe mætir samt og þau verða vinir

því það er ekki baun að henni! Handritshöfundarnir og leikstjórinn hafa ekki einu sinni fyrir því að láta hana í almennilega sjúskuð náttföt, hárið og meiköpið er fullkomið og eina sem sýnir að hún eigi að vera lasin er að það eru snýtubréf um allt og hún andar með munninum ... þetta atriði hefur alltaf böggað mig, jafnvel að því marki að mér finnst rómantískargamanmyndir örlítið óraunverulegar;)

ég vildi óska að ég liti eins vel út og Meg Ryan þegar ég er veik - þegar ég lít í spegil núna er það eina sem við eigum sameiginlegt að við öndum báðar með munninum:(

Verið hraust og lifið heil

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Láttu þér batna Guðrún mín!
Mér finnst það alveg bannað að líta vel út þegar maður er lasin. Meg Ryan svindlar "big time"!

Knúsi knús

Lára sagði...

Lazarus á að skammast sín fyrir að láta mann líta illa út!

láttu þér batna mín kæra :)

Nafnlaus sagði...

ég er nú bara feginn að líta ekki út eins og Meg Ryan þegar ég er veikur :) en ef þú lítur í spegil þegar þú ert veik þá mundu að það er bara spegillinn sem lætur þig líta illa út :) en reyndar er ég líka veikur núna og hef nú komist að sömu niðurstöðu og alltaf þegar ég er veikur heima og hef fengið nóg...að mála herbergið þegar ég hef náð heilsu :) eigum við að koma í keppni hvort verður frískt á undan? :) eða ertu kannski orðin frísk?

samúðarkveðjur,
Tryggvi

Nafnlaus sagði...

Hae kjélling, láttu thér batna, ég sendi thér heitar kvedjur sunnan af Spáni, ekki nema 30 stiga hiti í dag - eins og í gaer. Vonandi batnar ther sem fyrst.

Nafnlaus sagði...

Heimsókn og komment!