sunnudagur, júní 10, 2007

Það er að sjálfsögðu ekkert leyndarmál hvar ég er farin að vinna! Klaufalegt af mér að vera ekki búin að upplýsa það hérna en það er ekkert nýtt kannski? að vera frekar klaufaleg? :)

ég réð mig sem bílstjóra hjá Þykkvabæjar kartöflum frammá haust:) kemur í ljós hvað ég geri í haust en það er auðveldara að ná áttum, held ég, og sjá hvert ég vil fara þegar ég er ekki neðanjarðar;)

núna þarf ég að fara að sofa þannig að ég kveð ykkur með laginu sem ég hef verið með á heilanum undanfarna daga:)

Já, kartöflur úr Þykkvabænum þykja kjarnafæða.
Þær eru einnig ljúffengar og lystugar að snæða.
Hitaðar í ofni eða steiktar litla stund,
stráin bæði og skífurnar létta þína lund.
Þær spara tíma og fyrirhöfn og flestum þykja góðar,
franskar bæði og parísar á borðum heillar þjóðar.
Já kartöflur úr þykkvabæ
franskar
parísar
strá
og
skífur
Eru frábær fæða!
Ding!


Lifið heil

4 ummæli:

Lára sagði...

Ég sé eyrun á Rúriki Haralds stækka þegar hann kjamsaði á einni flögu!

Til lukku aftur - tær snilld!

Berglind Björk Halldórsdóttir sagði...

þú ert yndisleg!!! Snilldar starf.

Nafnlaus sagði...

helló, sá þig á gangi í gær í miðbænum, sat sjálf á kaffiparís..tilhafði ýmsa tilburði til að ná samabandi við þig en ekkert gekk!!!

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.

Til hamingju með nýja starfið.

Satt er það, stundum gott að millilenda og ná áttum.

Kartöflur já, er ekki einmitt besti hlutinn af þeim ofan í jörðinni ?
Eða, þangað til þær eru teknar upp og lenda í vinnslu hjá Þykkvabæjar ?

Ég verð því miður að játa að seinasti flögupoki sem ég neytti innihalds úr, var frá Lays.
Ekki beysið úrval af flögum í Bónus í Skeifunni, þar sem ég versla helst.

Kveðja,
Heimir H. Karlsson.