Þá er fyrsti dagurinn búinn og mér fannst þetta ofsalega skemmtilegt:) bjóst svo sem ekki við neinu öðru því ég hafði svo góða tilfinningu fyrir starfinu, framkvæmdastjórinn alnafni langaafa míns og tók það svo ekki í mál að ég byrjaði á mánudegi, það byrjar enginn hjá fyrirtækinu á mánudegi:) hinir starfsmennirnir eru skemmtilegir og allir miklar "týpur", ekki stór vinnustaður, aldrei verið jafnmargir í kaffi og í morgun, við vorum tíu í kaffistofunni!;)
mér finnst gaman að byrja í nýjum vinnum og dagurinn í dag var engin undantekning:) alltaf gaman að kynnast nýju fólki og gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður en það leiðinlegasta við nýjan vinnustað er að skilja gömlu vinnufélagana eftir í gömlu vinnunni ... og ég kann það ekki, alls ekki - hvað gerið þið þegar þið skiptið um vinnu?
... ég fer alltaf bara í heimsóknir og held áfram að mæta í starfsmannapartýin :)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Og á ekki að ljóstra þessu upp? 10 á kaffistofunni??? Ég giska á Melabúðina! Og held áfram að giska á eitthvað absúrd ... if you don't spill.
Helltu baununum!!
Svona forvitin fló eins og ég þrífst ekki í svona spennu - sérstaklega þar sem ég er í um 400 km fjarlægð!!
Ég þoli ekki að skipta um vinnu, mér finnst það einstaklega erfitt. Ég var bara að færast innanhúss í vinnunni og mér finnst það ekki auðvelt. Þú ert hetjan mín. Gangi þér ofsalega vel.
Kýrhausinn
Ég mæti áfram svo lengi sem ég er í nágrenninu...sem er ekki oft hjá mér:) Annars hætti ég að mæta þegar mér finnst ég hafa þroskast frá vinnufélugunum en það er nú alltaf einn til tveir sem verða vinir og ekki bara vinnufélagar!!!
Ég er glöð að þér líkar nýja vinnan...mér finnst æði að takast á við nýja hluti eins og nýja vinnu!!!!
Starfsmannapartí?
Hvenær eru þau?
Auðvelt að skipta um vinnu.. bara muna að tengjast engum tilfinningalega ;)
Gangi þér vel.
Skrifa ummæli