miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Það er nauðsynlegt að læra eitthvað nýtt á hverjum degi, ef þið lærið ekki eitthvað nýtt er gott að rifja eitthvað upp eða komast að einhverju um ykkur sjálf - núna verður smá kennslustund:

Eitthvað nýtt: Kárahjnúkar eru skrifaðir svo fyrir norðan en Kárahnúkar fyrir sunnan, þetta á við um alla hnjúka/hnúka landsins - þeir eru með joði fyrir norðan en ekki fyrir sunnan, samanber Hvannadalshnúkur fyrir sunnan:)

Eitthvað gamalt:


rifjið upp hvernig þetta virkar allt saman, þið getið lesið um nánar um "vinnsluna" hérna

og að lokum, eitthvað sem ég er nýbúin að læra um sjálfa mig: bregðarinn í mér hefur alltaf verið frekar stuttur en hann er eiginlega horfinn núna - mér er sagt að fólki sem bregður hafi eitthvað á samviskunni, ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að fela en kannski verður það næsta staðreynd um sjálfa mig - nema það sé of skuggalegt auðvitað:)

Góðar stundir

5 ummæli:

VallaÓsk sagði...

ég vissi ekki þetta með hnúkar og hnjúkar...gott að læra eitthvað nýtt!!!
Ég hlýt að vera með eitthvað mikið á samviskunni því mér bregður þegar fólk sem er við hliðina á mér talar...
í sláturgerð fannst mér keppurinn alltaf skemmtilegur því það var svo lítitð að sauma....er að spá í hvort laki sé líka svona lítill??? orðin nokkur ár síðan ég saumaði keppi og hrærði blóðmör og lifrapylsu!!!!

Nafnlaus sagði...

ég vil endilega sömu lyf og þú ert á Guðrún mín ,lol

theddag sagði...

ferlega ertu sniðug að vera með svona kennslustund.

theddag sagði...

ferlega ertu sniðug að vera með svona kennslustund.

Nafnlaus sagði...

Hvert fór hann? Bregðarinn sko, minn er jafnvel styttri nú en vanalega - kannski vegna stress... Hvað gerðirðu eða er vöðvamassinn bara búinn að taka allt plássið?