fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ég var að keyra úr Kópavoginum í gærkvöldi, í miklum fíling með heimsfrægt sjarmatröll í spilaranum - mér finnst Magni mjög sjarmerandi maður :)


grrrrrrrrrrrr.....

Við erum sem sagt að keyra eftir Breiðholtsbrautinni og ég syng hástöfum með því að honum finnist hann vera flottur og er auðvitað sammála ... þeirri setningu amk:) þegar við erum undir brúnni hjá gamla Staldrinu sé ég ljósin á gatnamótunum við Bústaðarveg verða rauð, ég held áfram að syngja og byrja að skipta niður ... þegar ég tek Ara úr fjórða er eins og ég missi takið á gírstönginni og hún fer að synda um allt saman - ekki um allan bílinn heldur í gírkassanum:/ eins og "brautirnar" sem gírstöngin rennur í til að rata á gírana hafi allt í einu bara horfið! ekki sérstaklega þægilegt á fullri ferð í rigningu en ég er einstaklega góður og vanur og pollrólegur bílstjóri (eins og allir vita er það ekki?) og ég veit alveg hvar gírarnir eru (margra ára þjálfun), ég þarf í sjálfu sér ekki að braut til að leiðbeina mér að þeim - en ég fattaði ekki fyrr en í gær hvað er það er miklu þægilegra að hafa þær:)

ég hafði svo sambandi við verkstæðið mitt í morgun því ég hef aldrei heyrt um svona bilun áður og sá frammá að vera á Miklubrautinni einhvern háannatímann í nánustu framtíð með gírstöng í annarri, lófafylli af hári í hinni og heyrnalaus af flauti óþolinmóðra samferðamanna ... ég þoli ekki að vera bjáninn sem hringir til að lýsa bilun sem ég skil ekki sjálf:

"heyrðu, gírstöngin losnaði á bílnum mínum"
"hvað meinarðu?"
"ja, hún er svona laus en samt föst"
"nú já ..."
"sko, áður en hún losnaði var hún fest"
"... já"
"en núna er eins og hún sé í bandi ..."
"einmitt það?"
"já, hún virkar alveg eins og gírstöng en er ekki lengur gír"stöng" því hún er laus í allar áttir"
"geturðu keyrt bílinn?"
"já, já, ekkert að gírunum sjálfum, hjálparadekkin eru bara dottin úr kassanum ..."

...

"heyrðu, viltu ekki bara kíkja hingað með bílinn? ég heiti Þorsteinn"

... ójá, það er erfitt að lýsa því sem hefur aldrei gerst áður ... núna veit ég að það er líklega splitti sem vantar í festinguna en Þorsteinn vinur minn ætlar að tala við Brimborg fyrir mig - ég skipti við langbesta bílaverkstæði í Reykjavík:)

og að lokum þá reyndist ég ekkert hafa verið tvíbókuð síðasta þriðjudag, ég var þríbókuð - búin að lofa mér á þrjá staði sama kvöldið, munur að vera vinsæl og ringluð :)

Lifið heil

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til allra sem þykir vænt um Guðrúnu:
Ég hef verið í Ara - og séð músíkúrvalið þar...
Nú verðum við bara að taka höndum saman og senda henni almennileg lög í iPodinn :)

Syneta sagði...

Ég hlusta ekki á Pink Floyd :)

Nafnlaus sagði...

Hvað er svo að frétta? Hvernig væri að skella inn eins og einn bloggfærslu? Ef þú skellir einni skal ég líka skella inn hjá mér ;)