Hefði átt að blogga í gær til að halda þessu á 10 daga fresti en pabbi átti afmæli og ég var upptekin um kvöldið þannig að það varð ekkert úr því ... ekki að mér hefði dottið það í hug:) Ég er búin að hafa nóg að gera undanfarið, vinna og hjóla og vinna og æfa og vinna og hitta fólk og passa og svo framvegis:) ... svo er ég með ofsalega mikið ofnæmi þessa dagana og mjög óheppin fyrir neðan hné;) með risastórann marblett á hægri fætinum sem "lak" niður þannig að hann er með svarta rófu og á vinstri fætinum er ég með þá allra stærstu blöðru sem ég hef á ævinni fengið en hún er ekki á "venjulegum" stað heldur á ilinni sem er sigin þegar fólk er með ilsig;) ... blaðran er á stærð við fimmkall ... ég tók mynd:)
en ég ætla ekki að setja hana á netið ... ég veit ekki afhverju ég tók mynd, það er frekar sjúkt að taka mynd af sári er það ekki? en ég tók líka mynd af bílnum og hjólinu og hún kemur á netið bráðum:)
Einarinn benti mér á þessa síðu og ég er svo "illa innrætt" (?) að mér finnst hún sniðug:) en það eru kommentasíður fyrir bæði sjónarhornin, með og á móti, ef þið viljið tjá ykkur:)
Verð kannski duglegri þegar það verður meira að gera hjá mér, er það ekki alltaf þannig?
Lifið heil
mánudagur, júlí 24, 2006
fimmtudagur, júlí 13, 2006
úje!
... hvar er grámosinn? er sjórinn svartur af síld?
get ekki sofið en verð að sofna, ekki góð blanda;)
annars er ég ekki í neinu bloggstuði þessa dagana og hef þar af leiðandi ekki loggað mig inn lengi, lengi, lengi en ég hef samt nóg að segja come to think of it:)
þakka ykkur öllum fyrir kommentin á síðustu færslu!! ég veit ég hef ekki svarað þeim en það var ofsalega gaman að fá þau öll;)
ég á núna tvo bíla, annar er til sölu og hinn heitir Ari :) Ari er pínku ponsu jeppafóstur, hvítt að lit og eyðir ekki neinu, sá sem er til sölu er alvöru jeppi, 33" breyttur Wrangler '90, svartur, silfrað hardtop, skoðaður athugasemdalaust 07, fín dekk undir honum, mjög gott á honum lakkið og selst ódýrt gegn staðgreiðslu ... um að gera að plögga aðeins fyrst ég á þessa síðu og þannig:)
Ari er ofsalega sætur en er ekki að gera mikið fyrir kúlið ... sem er allt í lagi, ef ég vildi að fólk tæki eftir mér myndi ég bara kaupa mér þrönga boli sem ná hvorki alla leið upp né niður og hlébarðaleggings, það væri ódýrara:)
Lifið heil
... hvar er grámosinn? er sjórinn svartur af síld?
get ekki sofið en verð að sofna, ekki góð blanda;)
annars er ég ekki í neinu bloggstuði þessa dagana og hef þar af leiðandi ekki loggað mig inn lengi, lengi, lengi en ég hef samt nóg að segja come to think of it:)
þakka ykkur öllum fyrir kommentin á síðustu færslu!! ég veit ég hef ekki svarað þeim en það var ofsalega gaman að fá þau öll;)
ég á núna tvo bíla, annar er til sölu og hinn heitir Ari :) Ari er pínku ponsu jeppafóstur, hvítt að lit og eyðir ekki neinu, sá sem er til sölu er alvöru jeppi, 33" breyttur Wrangler '90, svartur, silfrað hardtop, skoðaður athugasemdalaust 07, fín dekk undir honum, mjög gott á honum lakkið og selst ódýrt gegn staðgreiðslu ... um að gera að plögga aðeins fyrst ég á þessa síðu og þannig:)
Ari er ofsalega sætur en er ekki að gera mikið fyrir kúlið ... sem er allt í lagi, ef ég vildi að fólk tæki eftir mér myndi ég bara kaupa mér þrönga boli sem ná hvorki alla leið upp né niður og hlébarðaleggings, það væri ódýrara:)
Lifið heil
mánudagur, júlí 03, 2006
Gleðilegan mánudag aftur krakkar mínir:)
alltaf eitthvað að gerast sem kemst aldrei á bloggið, ég kenni því um að núna er sumar og ég er aldrei heima til að blogga ... þegar ég hef verið heima undanfarið hef ég verið að horfa á snilldar þætti að nafni Firefly sem ég fékk lánaða hjá vini mínum í síðustu viku:) ofsalega skemmtilegir og ég mæli hiklaust með þeim:)
annars er það helst í fréttum að nú er ég hamingjusamur eigandi mótorhjóls, Yamaha XT 660R, blátt og hrikalega flott!!
þið eigið eftir að sjá mig á því á götum bæjarins í framtíðinni en þangað til getið þið skoðað þessa mynd eins oft og þið viljið:)
... og já, mig vantar líka bíl en ég hef nú megnustu óbeit á bílasölumönnum (löng saga, fyndin en fær samt að bíða betri tíma) þannig að ef þið þekkið einhvern sem er að selja bílinn sinn megiði endilega láta mig vita;)
Góðar stundir
alltaf eitthvað að gerast sem kemst aldrei á bloggið, ég kenni því um að núna er sumar og ég er aldrei heima til að blogga ... þegar ég hef verið heima undanfarið hef ég verið að horfa á snilldar þætti að nafni Firefly sem ég fékk lánaða hjá vini mínum í síðustu viku:) ofsalega skemmtilegir og ég mæli hiklaust með þeim:)
annars er það helst í fréttum að nú er ég hamingjusamur eigandi mótorhjóls, Yamaha XT 660R, blátt og hrikalega flott!!
þið eigið eftir að sjá mig á því á götum bæjarins í framtíðinni en þangað til getið þið skoðað þessa mynd eins oft og þið viljið:)
... og já, mig vantar líka bíl en ég hef nú megnustu óbeit á bílasölumönnum (löng saga, fyndin en fær samt að bíða betri tíma) þannig að ef þið þekkið einhvern sem er að selja bílinn sinn megiði endilega láta mig vita;)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)