sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt ár allir saman:)

Ég var að hugsa um að breyta linkunum mínum á fólk hérna hægra megin, stafrófsröð er líklega skynsamlegust en nota ég alvörunafnið? bloggnafnið? gælunafnið? ... að raða eftir stærð er ekki endilega sniðugt því stærð er afstæð:)

ég er að horfa á fréttaannálinn, kannski verður mitt áramótaheit það að fylgjast betur með fréttunum? Þetta er nefnilega ekki almennilegur annáll fyrir mig því ég hef ekki séð neitt af þessum fréttamyndum:) Ég hef heyrt sumar fréttirnar (því miður alls ekki allar) en ekki séð þær, þetta gerir vinnutíminn ... sem verður annar að einhverju leyti á komandi ári ... skilst mér:)

ég var að bæta inn nýjum link:) Sveinhildur sem var með mér í MR!! hún býr núna í Belgíu með kærastanum sínum frá Chile (ætlaði að skrifa chileiskum? tjíleiskum? chileeskum? en hætti við það:)), hún er núna útlærður klarinettuleikari og að læra matvæla- og næringatækni/fræði? ég hitti hana einmitt á Bókhlöðunni núna um jólin þar sem hún var að læra fyrir próf í janúar, hörkudugleg stelpa (að vísu ekki við að blogga;)) og leit svakalega vel út:) við skiptumst á bloggsíðum, eins og fólk gerir, og lofuðum "linkun" ... merkilegur þessi netheimur:)

Góðar stundir

Engin ummæli: