Að gefnu tilefni, það er ekki hægt að hringja í heimasímann minn því hann varð fyrir slysi um daginn missti alla starfsemi nema hringinguna, ég get ekki svarað þegar hann hringir og ég get ekki séð hver er að hringja ... ég ætla að kaupa mér nýjan síma bráðum og ég skal láta vita hérna þegar ég verð aftur heimasímatengd:) annars grunar mig að þetta sé Gallup eða eitthvað sölufyrirtæki því allir sem ég þekki vita gemmsa númerið mitt held ég?:)
ég var að skoða utanlandsferðir í dag ... British Airways á afmæli í ár og er að bjóða rosalega ódýrar ferðir um allan heim ef fólk pantar fyrir 31. janúar ... kannski er bara spurning um að ákveða hvert mig langar til að fara?:)
Lifið heil
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli