ég er ekki á Aruba þó ég hafi ekki bloggað ... ég er ennþá á Íslandi en ég er búin að klippa mig:) ... eða láta klippa mig réttara sagt:) mömmu leist ekkert á það að ég ætlaði að taka málin í mínar hendur í gær, ég fékk nefnilega nóg af hárinu mínu og ætlaði að klippa mig sjálf í gærkvöldi, og hún klippti þessa líka fínu klippingu í mig:) ég er barasta mjög sátt:) mér fannst hárið á mér vera orðið svona "white trash" hár og not in a good way, ekki flottur mullet eða aflitað eða Dolly Parton-ish hár heldur hár eins og Earl úr samnefndum þáttum "sem byrja á Sirkus í janúar, fylgist með!!" ... ég sá hann á strætó í gær og ef ekki hefði verið fyrir yfirvaraskeggið, hans, ekki mitt, þá var þetta eins og að horfa í spegil:) ... fannst mér en ekki mömmu þegar ég benti henni á strætóinn, við erum ekki alltaf sammála en okkur finnst báðum hárið á mér vera flottara eftir klippinguna:)
ég pantaði tíma hjá ofnæmislækni 20. febrúar næstkomandi því ég varð að fara á Læknavaktina vegna ofnæmis síðustu helgi ... ég hef ekki hugmynd fyrir hverju en ég varð að fá steralyf til að verða eðlileg aftur og læknirinn sem ég talaði við mælti með því að tala við ofnæmislækni ... en ég er samt að hugsa um að afpanta tímann, hvað á ég að segja? "ég fékk sko ofnæmi í janúar en ég veit ekki fyrir hverju" ... ég hef ekki minnstu hugmynd satt að segja og grunaðir sökudólgar (bleikt sjampó og hunangssápa sem ég er nýbyrjuð að nota) reyndust ekki sekir og "tilfellin" (föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld) eiga ekkert sameiginlegt annað en að það var komið myrkur sem er ekki í frásögur færandi í janúar þegar það er alltaf myrkur:) ég var á þremur mismunandi stöðum, var að gera ólíka hluti (nema ég sé komin með ofnæmi fyrir því að spila Carcassonne? ég spilaði það á föstudag og laugardag?? spurning:)) og borðaði mismunandi mat alla dagana ... mér myndi líða eins og ég væri að fara til þessa ofnæmislæknis svo hann gæti "divænað" fyrir hverju ég er með ofnæmi og ég veit að hann getur gert svona ofnæmispróf en ég er ekki með nægilega stóra handleggi fyrir öll möguleg og ómöguleg efni því hann yrði að prófa allt, ég hef ekki hugmynd ... ég ætla að hugsa þetta:)
ég er búin að setja inn tvo nýja linka, á Eydísi sem ég hitti alltof sjaldan og Óla Gneista sem ég er að vinna með og sagði mér fyrstur að setja síðuna mína á rasslista? ... mér skilst að þá sjáist ég á síðunni hans þegar ég blogga:) ég fékk leyfi hjá Eydísi en ég á eftir að spyrja Óla Gneista ... geri það næst þegar við hittumst á göngunum:)
May The Force Be With You
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli