föstudagur, janúar 20, 2006

Góðan daginn og gleðilegan föstudag:)

ég fór snemma að sofa í gær því ég hafði ekki gert það alla vikuna og var orðin frekar þreytt ... ég náði að sofa í átta klukkutíma og er gersamlega ónýt í dag! er að hugsa um að gera þetta ekkert aftur;)

var að fá link á síðu sem ég fíla í ræmur:) hafið hljóð á tölvunni og smellið hér ef ykkur langar til að líða betur:)

Lifið heil

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Innilega til hamingju með afmælið Gunnar og Lára:)

Ég er að reyna ða koma lagi á tónlistina í tölvunni minni ... það gengur ekkert sérstaklega vel því ég á merkilega mikið af tónlist miðað við að ég er enginn "sérstakur" tónlistaraðdáandi:) ég hlusta á tónlist jú, jú, ég hef skoðun á henni, ég veit hvað mér finnst gott og skemmtilegt og hvað ég vil hlusta á, hvað ég myndi kaupa og hverju ég myndi skila, hvaða tónlist ég vil hlusta á þegar það er vetur og hvað er sumartónlist, hvað er morguntónlist og hvað ég set á þegar kvöldar ... en ég vissi í alvöru ekki að ég ætti svona mikið:) ... svona er lífið alltaf að koma mér á óvart:)

það kom mér einmitt á óvart um daginn þegar ég var að gefa blóð að ég roðna ekki bara í andlitinu þegar ég roðna heldur líka á innanverðum framhandleggnum:) ég var nýkomin inn úr kuldanum, það var rosalega kalt á mánudaginn, og ég var rauð í framan og á hálsinum en samt ekki eins rauð alls staðar, eins og gerist, hjúkrunarkonan sem var að taka blóðið úr mér fór að spyrja hvort það væri ekki allt í lagi með mig, líklega betra að taka blóð úr fólki sem er ekki lasið eða með einhvern flekksjúkdóm ... ég segi henni að þetta sé bara kuldinn og að ég sé "flekkótt að eðlisfari" ... um leið og ég sleppi orðinu fatta ég hvað það er asnalegt að vera "flekkótt að eðlisfari" og byrja að roðna:) ég er ekki sérlega skýr þannig að ég bæti við "ég á líka mjög auðvelt með að roðna" ... og verð um leið sérlega meðvituð um að ég sé að roðna og roðna meira:) hjúkrunarkonan stendur yfir mér þar sem ég ligg á bekknum og segir "vá" því ég er líklega orðin eins og tómatur í framan svo lítur hún niður á handlegginn á mér og segir aftur "vá" og bætir við "stelpur! Sjáiði þetta!" ... ég var orðin verulega bleik á innanverðum framhandleggnum - og vakti mikla lukku, ég er svo góð, alltaf að gleðja fólk:)

þriðjudagur, janúar 17, 2006

ég er ekki ennþá komin til Aruba en það er bara spurning um tíma held ég:) allt að gerast held ég og þess vegna hef ég ekki bloggað, gaf blóð í gær og komast að því um daginn að Catan Borgir og riddarar er eitt skemmtilegasta borðspil sem fundið hefur verið upp:) "kók" er aftur á móti mjög fínt "spjall-spil" ... nema fyrir stráka sem geta ekki spilað og talað, sérstaklega ekki þegar þeir eru að tala í síma, það er eins og símtól stöðvi allar sjálfráðar mótorhreyfingar hjá karlkyninu, þeir tala bara og anda og blikka augunum en geta ekki stokkað eða spilað eða ... vaskað upp?:) mjög merkilegt fyrirbæri:) stundum er ég mjög fegin að vera ekki strákur;)

annars fékk ég mjög sniðugan brandara sendan um daginn frá Ásdísi sem daglega gerir vinnuna skemmtilegri og ég er að hugsa um að deila honum hérna með ykkur:

POLISH DIVORCE
A Polish man moved to the USA and married an American girl. Although his English was far from perfect, they got along very well until one day he rushed into a lawyer's office and asked him if he could arrange a divorce for him - "very quick."
The lawyer naturally said that the speed for getting a divorce would depend on the circumstances, and asked him the following questions...

LAWYER: "Have you any grounds?"
POLE: "JA, JA, acre and half and nice little home."
LAWYER: "No," I mean what is the foundation of this case?"
POLE: "It made of concrete."
LAWYER: "Does either of you have a real grudge?"
POLE: "No, we have carport, and not need one."
LAWYER: "I mean, What are your relations like?"
POLE: "All my relations still in Poland."
LAWYER: "Is there any infidelity in your marriage?"
POLE: "Ja, we have hi- fidelity stereo set and good DVD player."
LAWYER: Does your wife beat you up?"
POLE: "No, I always up before her."
LAWYER: "Is your wife a nagger?"
POLE: "No, she white."
LAWYER: "WHY do you want this divorce?"
POLE: "She going to kill me."
LAWYER: "What makes you think that?"
POLE: "I got proof.
LAWYER: "What kind of proof?"
POLE: "She going to poison me. She buy a bottle at drugstore and put on shelf in bathroom. I can read, and it say, 'Polish Remover'."

Góðar stundir

miðvikudagur, janúar 11, 2006

ég er ekki á Aruba þó ég hafi ekki bloggað ... ég er ennþá á Íslandi en ég er búin að klippa mig:) ... eða láta klippa mig réttara sagt:) mömmu leist ekkert á það að ég ætlaði að taka málin í mínar hendur í gær, ég fékk nefnilega nóg af hárinu mínu og ætlaði að klippa mig sjálf í gærkvöldi, og hún klippti þessa líka fínu klippingu í mig:) ég er barasta mjög sátt:) mér fannst hárið á mér vera orðið svona "white trash" hár og not in a good way, ekki flottur mullet eða aflitað eða Dolly Parton-ish hár heldur hár eins og Earl úr samnefndum þáttum "sem byrja á Sirkus í janúar, fylgist með!!" ... ég sá hann á strætó í gær og ef ekki hefði verið fyrir yfirvaraskeggið, hans, ekki mitt, þá var þetta eins og að horfa í spegil:) ... fannst mér en ekki mömmu þegar ég benti henni á strætóinn, við erum ekki alltaf sammála en okkur finnst báðum hárið á mér vera flottara eftir klippinguna:)

ég pantaði tíma hjá ofnæmislækni 20. febrúar næstkomandi því ég varð að fara á Læknavaktina vegna ofnæmis síðustu helgi ... ég hef ekki hugmynd fyrir hverju en ég varð að fá steralyf til að verða eðlileg aftur og læknirinn sem ég talaði við mælti með því að tala við ofnæmislækni ... en ég er samt að hugsa um að afpanta tímann, hvað á ég að segja? "ég fékk sko ofnæmi í janúar en ég veit ekki fyrir hverju" ... ég hef ekki minnstu hugmynd satt að segja og grunaðir sökudólgar (bleikt sjampó og hunangssápa sem ég er nýbyrjuð að nota) reyndust ekki sekir og "tilfellin" (föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld) eiga ekkert sameiginlegt annað en að það var komið myrkur sem er ekki í frásögur færandi í janúar þegar það er alltaf myrkur:) ég var á þremur mismunandi stöðum, var að gera ólíka hluti (nema ég sé komin með ofnæmi fyrir því að spila Carcassonne? ég spilaði það á föstudag og laugardag?? spurning:)) og borðaði mismunandi mat alla dagana ... mér myndi líða eins og ég væri að fara til þessa ofnæmislæknis svo hann gæti "divænað" fyrir hverju ég er með ofnæmi og ég veit að hann getur gert svona ofnæmispróf en ég er ekki með nægilega stóra handleggi fyrir öll möguleg og ómöguleg efni því hann yrði að prófa allt, ég hef ekki hugmynd ... ég ætla að hugsa þetta:)

ég er búin að setja inn tvo nýja linka, á Eydísi sem ég hitti alltof sjaldan og Óla Gneista sem ég er að vinna með og sagði mér fyrstur að setja síðuna mína á rasslista? ... mér skilst að þá sjáist ég á síðunni hans þegar ég blogga:) ég fékk leyfi hjá Eydísi en ég á eftir að spyrja Óla Gneista ... geri það næst þegar við hittumst á göngunum:)

May The Force Be With You

fimmtudagur, janúar 05, 2006

ég var að gera þetta Settings - Site Feed - Publish Site Feed - YES - Save Changes en ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað ég var að gera ... ég save-aði breytinguna þannig að það sem ég var að gera á að vera komið "í lag" núna en það má endilega segja mér hvað ég var að gera:)

ég fékk að vita af nýrri heimasíðu í dag en ég steingleymdi að spyrja hvort að linkun væri leyfileg þannig að nýju heimasíðunni og eiganda hennar er innilega óskað til hamingju, góða ferð og haldið leyndri þar til annað kemur í ljós:)

ég fór í heimsókn til fiskstrákanna áðan og var þar alveg heillengi:) ég fékk alveg nokkur "ping" (þið vitið svona ... "ping") yfir því að vera ekki að vinna þar lengur:( en ég get alltaf farið í heimsókn og þeir virtust alveg vera ánægðir að sjá mig þannig að ég held því bara áfram ... kannski voru þeir samt aðallega ánægðir því ég kom með súkkulaði?:)

ég púslaði líka með Majunni í dag, púsl eru góð og skemmtileg og frábær hugmynd ... mig langar heim núna og púsla meira:) en ég ætla ekki að gera það heldur setja það á "verðlaunalistann minn" ég er nefnilega komin með svoleiðis:) utanlandsferð er á honum líka ... kannski að ég setji hann bara hingað inn til að minna mig á það sem ég ætla að gera? ég er nefnilega alltaf þannig að þegar ég á að vera að gera eitthvað sem skiptir máli gleymi ég mér gersamlega í því sem skiptir engu máli og geri ekki það sem skiptir máli fyrr en á síðasta snúningi og þar af leiðandi ekki sérlega vel, ég er hætt því núna ... batnandi fólki er best að lifa (bókstaflega í mínu tilfelli - jamms, ég er að koma til en ég er alls ekki orðin almennilega góð ennþá:( ...) og núna ætla ég að gera verðlaunalista yfir hluti sem ég má gera og lista yfir það sem ég verð að gera og síðastnefndi listinn verður alltaf að vera styttri ... því hvert atriði verður að leiða af sér nokkur verðlaun:)

sjáum til, kannski virkar þetta, kannski ekki ... kannski verð ég á Aruba í Karabískahafinu í næstu viku að rembast við 6000 púsla púsluspil á sérstöku púsluborði í sólinni? ... og kannski ekki?:)

Góðar stundir

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Að gefnu tilefni, það er ekki hægt að hringja í heimasímann minn því hann varð fyrir slysi um daginn missti alla starfsemi nema hringinguna, ég get ekki svarað þegar hann hringir og ég get ekki séð hver er að hringja ... ég ætla að kaupa mér nýjan síma bráðum og ég skal láta vita hérna þegar ég verð aftur heimasímatengd:) annars grunar mig að þetta sé Gallup eða eitthvað sölufyrirtæki því allir sem ég þekki vita gemmsa númerið mitt held ég?:)

ég var að skoða utanlandsferðir í dag ... British Airways á afmæli í ár og er að bjóða rosalega ódýrar ferðir um allan heim ef fólk pantar fyrir 31. janúar ... kannski er bara spurning um að ákveða hvert mig langar til að fara?:)

Lifið heil

mánudagur, janúar 02, 2006

Það var kaka í vinnunni í dag, eplakaka og kakó:) safnið var lokað almenningi þannig að við hefðum öll getað mætt með húlahringi eða á línuskautum en því miður var það ekki þema dagsins ... ég er farin að fá leið á allri þessari rigningu og er að hugsa um að fara til útlanda bráðum:) 2005 var rosalega blautt ár finnst ykkur það ekki? eru ekki alltaf tilboð til útlanda í febrúar eða mars?:)

Góðar stundir

sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt ár allir saman:)

Ég var að hugsa um að breyta linkunum mínum á fólk hérna hægra megin, stafrófsröð er líklega skynsamlegust en nota ég alvörunafnið? bloggnafnið? gælunafnið? ... að raða eftir stærð er ekki endilega sniðugt því stærð er afstæð:)

ég er að horfa á fréttaannálinn, kannski verður mitt áramótaheit það að fylgjast betur með fréttunum? Þetta er nefnilega ekki almennilegur annáll fyrir mig því ég hef ekki séð neitt af þessum fréttamyndum:) Ég hef heyrt sumar fréttirnar (því miður alls ekki allar) en ekki séð þær, þetta gerir vinnutíminn ... sem verður annar að einhverju leyti á komandi ári ... skilst mér:)

ég var að bæta inn nýjum link:) Sveinhildur sem var með mér í MR!! hún býr núna í Belgíu með kærastanum sínum frá Chile (ætlaði að skrifa chileiskum? tjíleiskum? chileeskum? en hætti við það:)), hún er núna útlærður klarinettuleikari og að læra matvæla- og næringatækni/fræði? ég hitti hana einmitt á Bókhlöðunni núna um jólin þar sem hún var að læra fyrir próf í janúar, hörkudugleg stelpa (að vísu ekki við að blogga;)) og leit svakalega vel út:) við skiptumst á bloggsíðum, eins og fólk gerir, og lofuðum "linkun" ... merkilegur þessi netheimur:)

Góðar stundir