Ömurlegt að vera að vinna inni í svona veðri... sérstaklega þegar maður er inni í 11 klukkutíma á dag:/ að vísu er alltaf gott veður í maí og í júlí þegar það er búið að vera rigning í tvær vikur samfellt verð ég himinlifandi yfir því að þurfa ekki að klæða mig í pollagalla á hverjum degi:)
Í morgun þurfti ég að skera 50 kíló af fiski í litla bita til að setja í fiskrétt. Hann var blautur og soldið bleikur eins fiskur er yfirleitt en ég las mannakjötsátsdrauminn hennar Beddu í gærkvöldi. Þegar ég var að fylla fimmtu tunnuna... þetta tekur alveg rosalegan tíma... fór ég að pæla í þessum draum - eins og maður gerir. Ef ég hefði verið að skera mannakjöt í litla bita hefði ég verið búin með heila Jennu eða eitthvað annað módel ... eru þau ekki flest milli 40 og 50 kíló?:)
Ég þoli ekki fólk sem kemur inn eftir lokun! Við lokum klukkan hálfsjö og fólk sem kemur eftir það eru lúðar, ef þú kemur of seint hefðirðu átt að leggja fyrr af stað:) eftir á er samt soldið fyndið hvað fólk segir þegar þau eru að reyna að fá afgreiðslu... ég afgreiði alla auðvitað, annars myndi ég missa vinnunna, en ekki með bros á vör - brosið hverfur þegar vinnutímanum er lokið;)
"Nú eruð þið búin að loka?" - nei, við geymum fiskinn alltaf undir bláu plasti
"Hvað ertu með?" - sést ekki fyrir bláa plastinu sem sagt
"Ég rétt slapp!" - ef þú kallar það sloppið að koma þegar búið er að þvo allt, skúra, ganga frá og pakka öllu inn...
"Nú, lokiði hálfsjö?" - jamms, þá LÆSUM VIÐ HURÐINNI!
"Ég ætla bara að fá eitthvað fjótlegt" - fyrir þig sem sagt, ekkert fljótlegt við það fyrir mig að blanda saman rétt með tilheyrandi subbuskap þegar ég á að vera komin heim til mín
"Áttu ekki eitt flak?" - hmmm, jú, þú ert í fiskbúð.....
hvað er málið með að snigla sér inn eftir lokun... ok, "snigla" gefur til kynna að um sé að ræða hljóðlega inngöngu ekki að banka húsið upp að utan og kalla inn um rifuna á læstri hurðinni: "eruð þið búin að loka??!!!!!"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli