Eftir nánari skoðun sé ég að það eru 10 dagar þangað til þessi síða á 15 ára afmæli. Mig langar til að blása til veislu, ekki erfidrykkju.
Hversu oft þarf að skrifa til að réttlæta það að halda bloggi lifandi?
Ekki er það innihaldið sem skiptir máli því þá væru flestöll blogg og nær allir bloggarar dauðadæmdir. Jafnvel góðir bloggarar eiga inni slæma daga þar sem þeir bulla meira en þeir blómstra.
Það er, finnst mér, við hæfi að nota þennan miðil til að tilkynna breytingar á lífinu. Þær breytingar sem hafa orðið síðan síðast eru nokkrar. Meðal þeirra má nefna:
- Jólaskrautið er komið út í bílskúr og nágrannakettirnir þurfa að bíða næstu jóla til að halda líkamsræktinni áfram.
- Mótorhjólið er selt. Það tekur meira á mig en ég þori að viðurkenna. Seldi það 28. apríl eftir næstum 12 ára samveru. En það var kominn tími á breytingar og núna fær það að gleðja einhvern annan. Ég er samt ekkert hætt að hjóla, mig langar bara í öðruvísi hjól og ég mun finna nákvæmlega það sem mig langar í bráðum. Eða þegar ég finn það.
- Ég er að læra að vera að jógakennari. Svo ég stelist í frasa stórvinar míns, ég legg ekki meira á ykkur.
- Ég vinn hjá Reykjavíkurborg.
- Kötturinn heitir Skrímsli.
- Ég er á leið í sauðburð í fimmta sinn. Þriðja árið í röð mun ég vera ein stundum í fjárhúsunum ... líklega á næturvöktum. Nema ég hafi gleymt öllu síðan í fyrra.
- Ég er líka á leið til Spánar í Wilderness Therapy Training
- Og ég kann að gera heimasíður
Lifið heil og góðar stundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli