mánudagur, nóvember 02, 2015

Búin í skólanum! Orðin iðjuþjálfi og orðin fær um að lifa lífinu eins og það á að lifast ... jújú, amk fræðilega séð :) Hins vegar er ég farin að setja mér alls konar markmið og ef þau eru nægilega sniðug þá gengur mér alveg glimmrandi vel að ná þeim - flestum að minnsta kosti :)


Núna er það nýjasta markmiðið fyrir nóvember: blogga á þeim dögum sem ber uppá sléttar tölur, 2., 4., og svo framvegis - hvernig hljómar það?

Sjáum til ... þetta er hið minnsta gerlegra en að skrifa skáldsögu í nóvember eins og ég var að hugsa um: http://nanowrimo.org ég geri það kannski bara á næsta ári?

#netturnóvember

Engin ummæli: