Mótorhjólaferðinni var svo aflýst vegna veðurs þannig að ég var ekki að missa af neinu:) samt hefur mér ekki tekist að vera alveg eins dugleg um helgina og til stóð, alveg ágætlega duglega en bara ekki alveg eins og ég var búin að "sjá fyrir mér" :)
en talandi um mótorhjólaferðir þá var Edelweiss bæklingurinn að koma í hús í síðust viku ... ef ég ynni milljón í happadrætti væri mjög erfitt fyrir mig að ákveða hvort ég færi í leyseraðgerð á augunum eða í mótorhjólferð til Nýja Sjálands eða Kína eða Suður Ameríku eða ..., þetta er bæði alveg jafnmikilvægt:) þannig að það er kannski eins gott að ég vinni yfirleitt ekki neitt í svona happadrættum ... happadráttum?
haldiði að leyseraðgerðir séu ekki orðnar skrambi öruggar þessa dagana? það væri náttúrulega ekki nægilega gott ef ég færi í aðgerð sem klúðraðist algerlega ... vitiði hverjar líkurnar eru á klúðri? ætti ég að fara að safna eða bíða kannski fimm eða tíu ár í viðbót eftir enn meiri tækni? :)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þá er bara eins gott þú vinnir 2 millur hahahaha
Þeir sem gera þessar aðgerðir segja að þær séu mjög öruggar...ég er bara afskaplega lítið fyrir að láta einhvern fikta í augunum á mér að óþörfu....
kv, Valgerður
... jamms, ég líka en þetta væri náttúrlega ekki að óþörfu er það nokkuð?
Dilema!! :)
Ég skil þig vel. Ég þekki marga sem hafa farið í svona aðgerð og segja að það sé hreinasta snilld, en svo veit maður ekki hver reynslan er til langs tíma.
En mótorhjólaferð ---- fjórhjóla+mótorhjólaferð þegar við verðum ríkar, hvað segirðu um það?
When in doubt...Wikipedia!
Skoðaðu LASIK, það eru aðgerðirnar sem eru gerðar hérna heima held ég örugglega.
Ég fór í svona aðgerð haustið 2000, þegar þetta var rétt að byrja hér, og mér finnst þetta bara snilld.
Ég held að það séu "microscopical" líkur á að aðgerðin sjálf klúðrist; það er frekar að sýking komi í augun og það verði eitthvað vesen þannig, en þó aldrei þannig að þú verðir blind eða geðveik. Og ég hef enn ekki heyrt um neinn sem hefur farið í misheppnaða aðgerð.
Skrifa ummæli