Það er ekkert smá sem ætlar að blása þetta haustið - cocoondagurinn um daginn var síðasti dagurinn sem ég var á hjólinu því persónulega finnst mér ekkert gaman að vera á mótorhjóli í hávaðaroki, ég er ekki svo mikill andrenalínjunkie;) ... satt að segja held ég að ég sé mjög lítill adrenalínjunkie svona almennt séð, ég er meira fyrir að lenda í flugvélum heldur en að hoppa úr þeim til dæmis þó ég væri alveg til í að prófa fallhlífarstökk svona einhvern daginn við tækifæri:) en bara prófa, ekki gera það að lífsstíl og sækjast eftir því í frítímanum að vera í frjálsu falli ... þó ætla ég ekki að segja til um það fyrr en eftir að ég prófa það;)
ég er líka hætt við að fara í mótorhjólaferð upp að Landmannnalaugum í kvöld, getur líka verið að henni verði aflýst? en ég er hætt við vegna þess að ég er skynsöm, ekki vegna veðurs:) ég þarf að vera skynsöm því tíminn er afskaplega dýrmætur þessa dagana:) ég þarf að skila ritgerð á hverjum mánudegi í vetur, bara stutt ritgerð, þrjár til fimm síður, en hún er ekki heimildaritgerð heldur "hugleiðing" um efni vikunnar, ekki gagnrýni eða endursögn heldur eigum við að takast á við efnið og ræða það:)
allt í lagi þá:)
þetta hefur gengið hjá mér hingað til en ég þarf að vera hrikalega fersk og vakandi á meðan ég les því það er skelfilegt að vera búin að lesa í einhvern tíma og hafa svo ekki hugmynd um hvað stóð á blaðsíðunum á undan en ætla mér samt að "takast á við" hugmyndirnar sem komu fram skriflega:)
svo þarf ég líka að skila verkefnum á hverjum fimmtudegi í vetur:) þetta er samt alveg hrikalega, hrikalega skemmtilegt:)
Fídel biður að heilsa og lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þú ert svo dugleg! Hvernig ferðu að þessu? Og það í fullri vinnu líka.
Já tíminn er dýrmætur - ég vinn/læri alla daga, öll kvöld og allar helgar...held ég sé búin að fara yfir 150 verkefni td hérna í kvöld í stað þess að horfa á sjónvarpið!!! Vonandi á ég enn einhverja vini þegar þessum vetri er lokið!!!
Annars er mjög spennandi að vera orðin MA kennari og mjög öðruvísi:-)
kv, Valgerður
Ég læri af þeim bestu theddag mín, þið Valla hafið miklu, miklu meira að gera ein ég ;)
Skrifa ummæli