Mér líður eins og ég sé með andlegan njálg ...
og það er ekki gott, skiljanlega - ég er ekki með líkamlegan eða raunverulegan njálg hins vegar, svo það sé á hreinu og kristaltæru :)
ég er bara scatterbrain þessa dagana ... kann illa við það
það er mjög vont að geta ekki einbeitt sér almennilega þegar verið er að skipuleggja hittinga við fólk og tvíbóka sig - en eins og minnst var á í síðustu færslu þá á ég alveg yndislega vini þannig að það kemur ekkert að sök :) en það er líka erfitt að vera með njálg í kollinum þegar það þarf að einbeita sér að vinnunni - ég þarf að gera það á morgun, ójá, einbeiting að tölum er ekki mín sterka hlið því miður þannig að ég er að vona að ég verði skárri en í dag
... í dag einmitt fór ég með hundinn upp í Heiðmörk, við förum "út fyrir bæinn" nokkrum sinnum í viku þannig að ég villtist ekkert eða þannig, njálgur i hovedet virkar ekki þannig nefnilega ....
við fórum hring um Elliðavatnsheiðina, við förum hann stundum, um það bil 4 km og skemmtilegt að fara þetta - Crouching Tiger Hidden Dragon skógarbútur þarna sem ég mæli með, ef þið hafið séð myndina og "opnið" hugann þá hljótið þið að sjá svipinn með trjánum ... ég get ekki verið sú eina sem sé hann :) en eníhú, við höfum farið þetta saman í alls konar veðrum því ég er ekkert hrædd við veður eins og sumir sem ég bý með (nefni engin nöfn en það byrjar á F og endar á ídel) því ég kann að klæða mig - yfirleitt, í dag var ég á gallabuxum og strigaskóm, að vísu bestu strigaskóm í heimi (Asics Gel Nordic þannig að tásurnar héldust þurrar þangað til ég fór úr þeim heima og steig beint í bleytu eftir hundinn) en ekki uppháir þannig að snjórinn sem ég varð að vaða átti fremur greiða leið að öklunum á mér og gallabuxur hafa aldrei flokkast undir útivistarfatnað ... nema í Bandaríkjunum auðvitað en það er margt öðruvísi í þeim ríkjum :)
ég kann sem sagt yfirleitt að klæða mig og finn ekkert fyrir veðrinu sem varð einu sinni til þess að ég skammaðist mín ofsalega mikið eftir einn göngutúrinn, þegar við vorum næstum hálfnuð skall á ofsalega mikil og blaut og köld slydda en það var bara aðeins styttra að snúa við en að halda áfram þannig að við héldum áfram, við erum bæði svo vel "klædd" hugsaði ég, hann í pels og ég í ull, flís og goretex en þegar hundurinn sá loksins glitta í bílinn tók hann á rás og beið hlémegin við hann þangað til ég kom og opnaði fyrir honum ... hrikalegt að leggja svona á skynlausar skepnur :(
kannski gerðum við systkinin feil þegar við nefndum loðkútana okkar? ef við vildum að þau gætu tekist á við íslenska veðráttu hefðum við kannski ekki átt að skíra þau latínó nöfnum?
held ég geti alveg mælt með Children of Men ... það er henni að þakka að þið fáið færslu svona rétt undir miðnætti, en ég held ég lesi nú samt líka bókina :)
Góðar stundir
þriðjudagur, janúar 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég einmitt fór á þessa mynd þegar ég var á Akureyri og fannst hún mjög góð.
Skrifa ummæli