Ég fór til tannlæknis í gær og fékk gult flúor á tennurnar eins og þegar ég var krakki, engin skemmd (til allrar hamingju!) en hann ætlar að skipta út fyllingu í næsta mánuði því honum finnst hún ekki virka alveg þétt - þar hafið þið það :)
Mér finnast ketilbjöllur alveg jafnmikil snilld og síðast þegar ég bloggaði og fyrir hina fjölmörgu áhugasömu einstaklinga sem hafa leitað til mín eftir upplýsingum um ketilbjöllur og meðferð þeirra undanfarið (endilega haldið áfram að forvitnast:)) get ég bent á kettlebells.is og Mjölni og þaðan er hægt að finna krækjur á síður um allan heim á mismunandi tungumálum. Þeir sem hafa ennþá áhuga geta kíkt á vefsjónvarp ríkisútvarpsins og horft á íslendinga eins og mig sveifla þessu eða farið á youtube.com og skrifað kettlabells í leitargluggann efst hægra megin :)
Eina sem vefst fyrir mér núna er að finna viðeigandi æfingastað til að stunda þessa nýju íþrótt - bjallan mín er 12 kíló og þó ég hafi aldrei misst hana hingað til er ekkert grín að missa 12 kíló af járni á parketið inní stofu eða á svalirnar (sem eru úr timbri og á fjórðu hæð ...) eða á vegg eða húsgagn - það mun koma far ef það verður slys, far er líklega ekki rétta orðið, skemmd er ábyggilega réttara:) ætli ég geti ekki bara farið í myndastyttugarðinn hinum megin við götuna með balaclava og æft í skjóli hinnar eilífu nætur íslensks veturs? passa bara að missa ekki kúluna á einhverja styttuna;)
Eruð þið byrjuð að skipuleggja sumarið ykkar? mér finnst eitthvað fullorðinslegt við það að skipuleggja sumarfrí en eftir útlandaferðina mína í lok síðasta árs er ég svo skemmd (eða á réttri braut kannski frekar?:)) að það kemur ekki til greina að ég noti allt fríið mitt í að vinna eins og svo mörg undanfarin ár:) frí eru góóóóóóððð :)
ætli ég komist upp með að taka mér frí alla föstudag og mánudaga í júlí og ágúst og vinna bara 3 daga í viku?
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sæl Gudrunski,
Ég var að horfa á þig í ketilbjöllusveiflum í vefsjónvarpinu og fylltist stolti! Hins vegar hef ég miklar áhyggjur af þér við þessar æfingar. Þú hefur áhyggjur af parketinu, ég hef nú meiri áhyggjur af tásunum þínum! Viltu síðan lofa mér að þú farir ekki að hoppa svona upp á borð eins og klikkhausinn í sjónvarpinu var að gera? Það gæti endað með ósköpum....
Annars allt frábært,
Fyrsta reglan er einmitt að grípa ekki kúlu sem þú ert búin að missa því hún gæti meitt þig allsvakalega ef hún er þung - það vill enginn fara úr axlarlið við að bjarga parketinu og í þessari íþrótt er mottóið "quick feet are happy feet" ... og auðvitað líka "it's mind over matter, if you don't mind it doesn't matter" :)
Mæli með samfelldu a.m.k. 3ja vikna fríi í sól og sumaryl frekar en að vera í fríi 4 daga vikunnar hér á landi - þetta er svoooo endurnærandi! Áttu ekki eiginlega inni margra ára frí?
Skrifa ummæli