mánudagur, júní 26, 2006

Gleðilegan mánudag allir saman:)

ég býst við að flestir skoði blogg á mánudagsmorgnum þegar ný vinnuvika er hafin en líkaminn vildi helst vera undir sæng og heilinn er ennþá sofandi:) ... morgunn er asnalegt orð ef þið pælið of lengi í beygingu þess, sérstaklega í fleirtölu morgnar, morgna, morgnum, morgna, beygið morgun tíu sinnum hratt:)

ég hef hvorki bloggað né skoðað blogg í meira en viku en ég fer að byrja aftur þegar um hægist og ég veit um hvað ég á að skrifa:) helgin var til dæmis frábær og ég vona innilega að það verði fleiri svona helgar í sumar, langt síðan ég hef farið út úr bænum í þurru og sólskini:)

ég ákvað að vera smá pæja um daginn og keypti mér brúnkukrem, það er sko í tísku og þið sem þekki mig þá er ég dedicated follower of fashion og ég varð auðvitað að eignast einn bauk ... hvað er málið? Ég var eitthvað að stressa mig á því að vera í stuttbuxum því mér fannst ég svo hvít en það er helmingi skárra að vera eins og marmari (það er líka ofsalega klassískt eitthvað) en að vera eins og albinóa gírafi að neðan! appelsínugular rendur og hvítir flekkir ... eins og ég sagði um árið við vin minn sem var að monta sig yfir sólbrúnkunni (en hafði borið sólarvörnina misjafnlega vel á sig og brunnið í flekkjum); það er betra að vera hvítur en asnalega brúnn ... í þessu tilfelli, asnalega appelsínuröndótt - hver vill eiga brúnkusprey??

eitt próf að lokum ... any takers?? :)

You Are A Professional Girlfriend!

You are the perfect girlfriend - big surprise!
Heaven knows you've had enough practice. That's why you're a total pro.
If there was an Emily Post of girlfriends, it would be you.
You know how to act in every situation ... to make both you and your guy happy.


... og Emily Post heimasíðan, ef þið hafið heldur ekki hugmynd um hver hún er:)


Lifið heil

fimmtudagur, júní 15, 2006

Hilmar er byrjaður að blogga!!

... hann stofnaði síðuna að vísu fyrir lifandi löngu, sagði okkur frá henni og virtist svo gleyma tilvist hennar þangað til núna:) Linkur á síðuna hérna til hægri, endilega kíkið í heimsókn:)

Hellidemba og ekkert mótorhjólaveður en ég ætla samt að kaupa mér þannig ... ekki það sem ég prufukeyrði, ég ætla að kaupa svoleiðis þegar ég er orðin alveg gráhærð, verður víst ekki langt að bíða með þessu áframhaldi, en ekki í næstu viku:) Ural eru ofsalega flott og ég skríkti af kátínu þegar ég prufukeyrði það en þau eru ekki mótorhjól og ekki bílar heldur lífsstíll ... sem verður að bíða betri tíma og bílskúrs:)

Ég er ekki viss um hvað mér finnst um svani, ég er nokkuð viss um að ég hef rætt þetta hér áður þannig að ég ætla ekki að fara út í það aftur en ég er heldur ekki viss um hvað mér finnst um 17. júní, góður dagur? vondur dagur? Það er kannski ekki nauðsynlegt að vera alveg með eða á móti þessum degi frekar en að vera alveg með eða á móti svönum? Það er ekki hægt að vera alveg á móti neinu og það er ekkert frábært á alla kanta er það nokkuð? Einu sinni var ég alveg viss um að ég fílaði ekki dúfur en þegar ég kom heim frá París fyrir nokkrum árum og framkallaði myndirnar (fyrir tíma stafrænna myndavéla) voru dúfur á annarri hverri mynd:) kom mér verulega á óvart verð ég að segja, ég var greinilega ekki eins mikið á móti dúfum og ég hélt:)

17. júní 2006 verður erfiður á margan hátt en vonandi góður líka:)

Lifið heil

mánudagur, júní 12, 2006

Ég er ekki hætt bara upptekin við annað, vinna og heimsóknir og spil og hittingar og tónleikar (Bubbi!!;)) og meiri vinna og smá aukavinna og rúntar ... og í gærkvöldi prufukeyrði ég farartæki sem ég féll algerlega, gersamlega, fullkomlega fyrir ... mig vantar farartæki og það segja allir þegar þeir sjá myndir "þetta er svo mikið þú" ... spurning um að láta vaða? lifa á nöfinni og allt það? :)

Lifið heil

föstudagur, júní 02, 2006

Ójá!!

Ég hef skipt um skoðun varðandi racera þó það sé ögn erfitt að sitja á þeim, það hlýtur að koma með æfingunni ef mér verður boðið aftur?;)

Einarinn bauð mér á rúntinn á nýja hjólinu sínu áðan og vá, já, mótorhjól eru svooooo góð hugmynd, það ættu allir að eiga eitt svoleiðis, líka ég:)

Lifið heil
Í fyrradag vorum við að ræða mótorhjólagalla og muninn á leðri og kevlar. Tilefnið var að Einarinn var að kaupa sér hrikalega flott hjól (til hamingju aftur með það;)) og Gunnar var í vinnunni, þeir komu báðir í heimsókn leðurklæddir og brakandi. Við stóðum úti í semigóðaveðrinu sem fólk var að nýta til gönguferða og ræddum öryggi og meðferð mótorhjólafatnaðar og hvað það sést ekkert á leðri þrátt fyrir mikla notkun. Gunnar sagði að honum þætti best að vera í leðurbuxum og Kevlar jakka. Þessu svara ég hátt á skýrt "Ég er öfug" og meinti að mér þætti leðurjakki og Kevlar buxur þægilegri samsetning, ég sagði það bara ekki;)

Um daginn skar ég mig í vinnunni, var að opna kassa, renndi litla putta innfyrir raufina og skar mig akkúrat í "liðamótafellinguna" á efstu kjúkunni, ég veit ekki ennþá hvað þetta tiltekna svæði fingursins heitir (kjúkufelling?) en þar sem ég dreg blæðandi fingurinn úr kassanum dettur mér aðeins í hug að segja: "ÁÁÁáááááII!! Ég skar mig í beygluna!!"

... stundum held ég að það sé ekkert samband á milli munnsins og málstöðva, þau eru ekki einu sinni fjarskyld þegar ég er þreytt, samanber "stjarnfræðigeimvísindarannsóknarflaugisti" sem þýðing á "rocket scientist" eitt kvöldið þegar ég var orðin frekar lúin;)

Lifið heil