ég býst við að flestir skoði blogg á mánudagsmorgnum þegar ný vinnuvika er hafin en líkaminn vildi helst vera undir sæng og heilinn er ennþá sofandi:) ... morgunn er asnalegt orð ef þið pælið of lengi í beygingu þess, sérstaklega í fleirtölu morgnar, morgna, morgnum, morgna, beygið morgun tíu sinnum hratt:)
ég hef hvorki bloggað né skoðað blogg í meira en viku en ég fer að byrja aftur þegar um hægist og ég veit um hvað ég á að skrifa:) helgin var til dæmis frábær og ég vona innilega að það verði fleiri svona helgar í sumar, langt síðan ég hef farið út úr bænum í þurru og sólskini:)
ég ákvað að vera smá pæja um daginn og keypti mér brúnkukrem, það er sko í tísku og þið sem þekki mig þá er ég dedicated follower of fashion og ég varð auðvitað að eignast einn bauk ... hvað er málið? Ég var eitthvað að stressa mig á því að vera í stuttbuxum því mér fannst ég svo hvít en það er helmingi skárra að vera eins og marmari (það er líka ofsalega klassískt eitthvað) en að vera eins og albinóa gírafi að neðan! appelsínugular rendur og hvítir flekkir ... eins og ég sagði um árið við vin minn sem var að monta sig yfir sólbrúnkunni (en hafði borið sólarvörnina misjafnlega vel á sig og brunnið í flekkjum); það er betra að vera hvítur en asnalega brúnn ... í þessu tilfelli, asnalega appelsínuröndótt - hver vill eiga brúnkusprey??
eitt próf að lokum ... any takers?? :)
You Are A Professional Girlfriend! |
You are the perfect girlfriend - big surprise! Heaven knows you've had enough practice. That's why you're a total pro. If there was an Emily Post of girlfriends, it would be you. You know how to act in every situation ... to make both you and your guy happy. |
... og Emily Post heimasíðan, ef þið hafið heldur ekki hugmynd um hver hún er:)
Lifið heil