sunnudagur, janúar 25, 2004

jæja litlu rúsínurnar mínar - I'm back:)

ég set yfirleitt ekki nein áramótaheit í janúar vegna þess að þeim fylgir alltaf svo mikil pressa eins og sést greinilega á undanförunum vikum... en ég ætla samt ekkert að gefast upp eða þannig ég neita bara að gera þetta aftur:)

svo mikið, mikið, mikið búið að vera að gerast... náttúrulega búin að vera að vinna mikið, eina helgina vann ég 52 tíma frá klukkan fjögur á föstudeginum til dæmis ... það er soldið mikið finnst mér:) einmitt þá helgi kom maður inná Svarta kaffi á sunnudagskvöldinu og pantaði sér bjór og samloku. Hann var snyrtilega klæddur, engin vínlykt af honum en samt soldið furðurlegur (með skegg uppundir augu og hár niður á kinnar... og í innvíðum gallabuxum sagði mér samstarfskona mín, tók ekki eftir því sjálf enda er ég fashion-roadkill af guðsnáð:)). Við afgreiðum hann um þetta og komumst að því að hann er heyrnarlaus - hann hafði sem sagt ekki heyrt að innvíðar gallabuxur eru ekki lengur í tísku:)

Þegar hann var búin að sitja í svona tvo klukkutíma kemur hann að barnum og segir: "borga"
Ég: "það verða 1350.- kr"
Hann: "ég er ekki með neinn pening"
Ég, sannfærð um að hafa misskilið það sem hann var að segja, rétti honum miðann: "1350.-"
Hann: "ég er ekki með neinn pening"

ok... við ræðum málin og ég úskýri fyrir honum að hann eigi ekki að fara inná veitingastaði, panta sér mat og borða hann án þess að vera með krónu í vasanum og hann býður okkur síma í pant, hann ætlaði að koma á mánudeginum til að borga reikninginn... síminn kostaði ábyggilega 30.000.- kall þannig að við tökum við honum, hann lofar hátíðlega að koma daginn eftir og borga allt saman, síðan skrönglast hann niður vitlausar tröppur og fer út bakdyramegin. Tveim mínútum seinna kemur hann aftur inn aðalinnganginn, stoppar fyrir framan barinn, horfir beint í augun á mér og segir: "fá eina súpu og stóran bjór" - ég hló að manninum, benti honum á að það væri ekki fræðilegur möguleiki ... og henti honum út:)

anívei, núna ælta ég að fara að taka til í linkunum mínum og setja inn nýtt kommentakerfi það gamla er greinilega ekkert að virka:)... og ég ætla að fá mér eitthvað að borða - ég er svöng:) en ég er búin að blogga:)

Engin ummæli: