ég hef greinilega ekki verið nægilega dugleg við að blogga undanfarið (ddduuuuhhh!!!) því linkalistinn er alveg jafnlangur textanum sjálfum/bloggfærslunum... annað hvort hef ég ekki verið nægilega duglega eða þá að linkalistinn minn er of langur... það hefur mig grunað í lengri tíma:)
ég er ekki að fara að bæta úr bloggleysi í dag samt... of mikið að gera, skólinn byrjar á morgun og ég gafst upp á biðröðinni í bankanum í gær og verð að fara í dag... ætlaði að vísu að fara í bankann klukkan kortér yfir níu í morgun (opnar hann ekki þá?) en ég klikkaði á því vegna þess að ég er ekki alveg búin að snúa sólarhringnum við aftur eins og hann verður að vera á morgun... samt fór ég ekki svvooo seint að sofa í gær... eða jú kannksi:) en ekki klukkan sex eða sjö eins og ég hef verið að gera undanfarið.... viðleitnin hlýtur að gilda eitthvað vegna þess að ég fór mjög snemma uppí rúm... las bara aðeins of lengi:)
aftur kominn sá tími árs þegar íbúatala Íslands lækkar um nokkur þúsund, íslenskir námsmenn sem hafa verið heima um jólin eru flest allir að snúa aftur til námslandsins í þessari og næstu viku... þetta líður alltaf svo fljótt.... kannski mun það líða enn hraðar þegar ég verð komin í hóp þeirra sem koma heim í jólafrí?... einhvern tímann þegar ég er orðin stór:)
óskið mér góðs gengis í bankanum... hugsiði fallega til mín svo að ég snappi ekki og allt það:) samt fer ég vel undirbúin eins og reynslan sem sendill hefur kennt mér - alltaf fara með bók í biðröð sem nær út að dyrum:)
þriðjudagur, janúar 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli