þriðjudagur, mars 09, 2004

var að koma heim úr vinnunni... og fattaði skyndilega hvað ég er hryllilega vanaföst... veit ekki hvort það er gott eða slæmt? ég fer alltaf úr skónum, labba inn, klappa kettinum, gef honum harðfisk, geng inní eldhús, tékka á matnum hans og vatninu hvort það sé ekki nóg af báðu, sný við, opna tölvuna á borðinu, kveiki á henni og klæði mig úr jakkanum á meðan hún er að ræsa sig... nema núna virkaði on-takkinn ekki!!! endaði á því að ég gleymdi að fara úr jakkanum og var með húfuna á höfðinu allan tímann á meðan ég var að tékka öllum vírunum og innstungunum og batteríinu og drifinu etc. virkaði í fimmtu tilraun en ég fattaði ekki hvað ég var vel klædd fyrr en ég var búin að vera heima í svona kortér og var farið að vera ískyggilega heitt.... stundum held ég að það sé ekki í lagi með mig:)

ég bjóst ekki við að verða svona vanaföst fyrr en ég væri orðin verulega fullorðin... kannski er ég bara utan við mig? það kemur fyrir að ég fatta ekki hluti sem eru yfirmáta eðlilegir - einu sinni pantaði ég tíma hjá lækni, hann spurði hvernig ég væri að vinna einn tiltekinn miðvikudag, ég var að vinna frá ellefu til sjö þannig að hann sagði mér að koma klukkan hálftíu... án þess að blikka fór ég í vinnuna klukkan ellefu um morguninn, kom heim um hálfátta, fór í sturtu, klæddi mig og var mætt á stofuna klukkan hálftíu um kvöldið... enginn við? hmmm, mér fannst þetta mjög skrítið, var búin að skrifa skírum stöfum 9:30 hjá mér en læknirinn ekki við... ég hringdi í hann, skildi eftir skilaboð í talhólfinu hans og fattaði ekki fyrr en daginn eftir að ég hafði auðvitað átt að mæta klukkan hálftíu um morguninn og var 12 klukkutímum of sein:) læknirinn hló að mér:)

síðasta sumar fékk ég sms frá ókunnugu númeri, boð í afmæli og stelpan sem var að bjóða mér kvittaði undir.... málið er að ég þekki að minnsta kosti tvær stelpur með sama nafni (var ekki með símanúmerið hjá neinni þeirra í minninu í símanum mínum) og þar sem bróðir minn hafði minnst á eina stelpuna með þessu nafni fyrr um daginn, að hún hafi reynt að hringja í hann en hann hafi ekki heyrt í símanum, dró ég þá ályktun að hún væri að bjóða mér í afmælið sitt... tveim mánuðum of seint en ég hef verið seinni þannig að mér fannst þetta ekkert furðulegt:) ég sendi skilaboð á móti að ég myndi auðvitað mæta og eyddi skilaboðunum hennar og símanúmerinu... fór og keypti afmælisgjöf og smá pakka handa nokkurra mánaða gamalli dóttur hennar í tilefni dagsins en þegar ég hringdi í bróður minn til að athuga hvort við ættum að vera samferða hafði bíllinn hennar bilað og hún hringdi bara í hann til því hana vantaði einhvern til að redda sér... upphófst æðisgengin leit að afmælisbarninu á síðustu stundu:) þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er erfitt að hringja í fólk og veiða uppúr því hvort það eigi afmæli eða ekki - fyrir utan hvað það er asnalegt að hringja án þess að hafa nokkuð erindi annað en að vilja heyra í viðkomandi:) eftir þetta eyði ég aldrei skilaboðum sem koma frá ókunnugum númerum nema ég hafi fullvissað mig um frá hverjum það er:)... sérstaklega ef einhver er að bjóða mér í afmæli:)

voru þetta ekki skemmtilegar sögur?:)

Engin ummæli: