miðvikudagur, mars 31, 2004

það var húsfundur í húsinu mínu í kvöld því við erum að fara að gera smávegis við húsið bráðum - næsta sumar, eftir ár, ætlum við að mála húsið gult aftur því við viljum öll segjast búa í "gula húsinu" ekki "kremaða húsinu":) fundurinn var stuttur og skemmtilegur því nágrannar mínir eru einstaklega fínt fólk en ég labbaði hins vegar upp með Möppuna ég er nefnilega orðin formaður, ritari og gjaldkeri húsfélagsins ... hef ég ekki nóg að gera? ... ég var of sein í að stinga upp á einhverjum í þetta hlutverk og það var stungið uppá mér fyrst, fattaði sem sagt of seint að þetta var svona pant-leikur eins og í leikskóla:) of langt síðan ég var í leikskóla greinilega ... ég er samt ekkert að barma mér yfir þessu hlutskipti, starfið felst aðallega í því að opna umslög, gata þau og setja í græna möppu ... ég verð að vísu líka eitthvað að sjá um samningaviðræður við iðnaðarmenn og verktaka, jamms .... ætli ég geti ekki sett þetta á CV-ið mitt?

fagnaði stöðuveitingunni áðan með því að panta mér pizzu, klukkan var orðin of margt til að hringja í fólkið sem ég ætlaði að borða pizzu með í vikunni en það er nóg eftir af henni, vikunni sem sagt... pizzunni líka ef einhver vill afganga? og hingað til hef ég aldrei fengið of mikið af pizzu - efa að það sé hægt að borða yfir sig af pizzu ... væri samt alveg til í að prófa það einhvern daginn:)

... ég VAR blessunarlega laus við að hafa séð myndband með Leoncie en myndbandið við Wrestler er í sjónvarpinu núna ... ég held að ég sé orðin blind ... og heyrnalaus;)

góðar stundir

Engin ummæli: