þriðjudagur, mars 09, 2004

skil ekki hvað ég hef verið að gera en núna þarf alltaf að ýta á F11 til að fá alla síðuna mína upp... það er eins og hún sé bara hálf.... er þetta búið að vera svona lengi? hef ekki pælt í þessu fyrr en núna þegar ég var að tékka á því hve margir hefðu komið í heimsókn í dag:) athuga það frekar sjaldan nefnilega... nenni ekki að velta þessu full-screen dæmi fyrir mér í kvöld, á morgun kemur nýr dagur og allt það... fyrir utan að á morgun segir sá lati:) og þar sem það þykir fullsannað að ég sé löt ætla ég ekki að hafa áhyggjur af þessu fyrr en á föstudaginn kannski? þá er ég að fara að mála:) komin með málningu og pensla og terpentínu og málningarteip núna þarf ég bara að byrja:)

fór á Svarta kaffið sem gestur áðan með Birni... ég hef aldrei sullað neinu þegar ég hef verið að vinna en í kvöld tókst mér að velta um koll fullri vatnskönnu af barnum... allt útum allt:/ á borðið, yfir blokkina sem við skrifum pantanirnar á, niður á gólf í stóran poll, yfir skónna mína en aðallega framan á mig, bolinn og buxurnar ... labbaði út rennandi blaut og skömmustuleg:) rosalega fegin líka að ég hafi ekki verið að vinna... að fenginni reynslu veit ég að það er ömurlegt að vinna í blautum fötum:) þetta með að hafa aldrei sullað yfir sjálfa mig á Svarta kemur aðeins til að því að ég drekkti sjálfri mér reglulega þegar ég var að vinna í fiskbúðinni, reynsla er alltaf góð... ef fólk lærir af mistökunum sem ég geri... stundum:)

núna er það piparmyntukex og Survivor... glampandi gott:)

Engin ummæli: