mánudagur, mars 15, 2004

hrjóta kettir almennt eða er þetta eitthvað einkennandi fyrir köttinn minn? hann hefur alltaf hrotið, alveg síðan hann var kettlingur ... þetta er ekkert nýtt sem sagt, hann liggur bara í kjöltunni minni núna og hefur hátt;)

anívei, háskólakynningin í dag ... skemmti mér mjög vel, rölti um svæðið með dimmisjónbúningi (Birna í apabúningi) og þjóðbúningi (Kristín einstaklega glæsileg) og skoðaði allt sem stóð til boða:) komst að því að ég var markaðshópur hjá Háskólanum á Bifröst í nýja mastersnámið þeirra, Menningar- og menntastjórnun:) hljómar vel en ... 888.000.- kall er frekar mikill peningur... en ég sá líka einstaklega áhugavert mastersnám í þýðingum:) kannski ég geri það þegar ég er orðin stór, einbeiti mér að því að koma íslenskum bókum út á ensku? það vantar víst góða þýðendur í þá áttina... og hina ef marka má suma texta sem fylgja enskum bíómyndum;)

ekkert að surfa í kvöld en ég verð að deila þessari síðu með ykkur, eru börn fávitar? þessi köttur er verulega pirrandi!!! en hérna getið þið lært hvernig á að vera alvöru ninja - amk um höfuðið:) og samkvæmt þessu er ninja nafnið mitt Expert Ingrate ekki slæmt;)

Engin ummæli: