sunnudagur, febrúar 24, 2013

Fyrsta alvöru vettvangsnámið mitt í náminu byrjar á morgun og ég er ekki frá því að ég sé barasta drullustressuð?

Það er samt ekki eins og ég sé að fara að vinna í alvöru, standa á eigin fótum og gera það sem þarf að gera eða þannig. Það verður haldið í hendina á mér, „ég fer þangað til að læra“ og ég fæ væntanlega ekki mikið að gera ein en samt líður mér eins og Forrest Gump. Þegar hann stígur um borð í rútuna sem á að flytja hann í grunnbúðirnar eftir að hann skráði sig í herinn.


At first, it seemed like I made a mistake ... seeing how it was my induction day and I was already gettin' yelled at.
I didn't know who I might meet or what they might ask.




Held samt að ég sé örugg, iðjuþjálfar æpa ekki á annað fólk (nema kannski til að hvetja og þá er það varla æp) fyrir utan auðvitað að ég ætti að vera orðin vön alls konar mismunandi samskiptamynstrum ;) það er líka margt verra en að vera Forrest Gump.

Góðar stundir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert komin með spam vandamál á bloggið þitt, en vonandi gekk allt vel hjá þér

kv Gummi