Fáni, í tilefni dagsins :)
Lifið heil
sunnudagur, júní 17, 2012
fimmtudagur, júní 14, 2012
Overly
Ég fór að sjá Snow White and the Huntsman í Smárabíói á þriðjudaginn og ... æ, ég hlakkaði til að sjá hana en hún var barasta alls ekki eins góð og ég hafði vonað. Ef hún hefði verið morgunkorn hefði hún verið Kornflex OG Cherrios OG Lucky Charms OG Wheetos ... með sykri og candyfloss OG jarðaberjum ...
Fullt af góðum hugmyndum en of hæg og of nákvæm og of fyrirsjánleg í því að vera óvænt og frumleg einhvern veginn ... þið þurfið ekki að sjá hana í bíó :)
... og í hvaða heimi er Kirsten Stewart fallegri en Charlize Theron? og hver heldur því fram að hún geti leikið?
fimmtudagur, júní 07, 2012
Fyrsta bloggið á nýju ári ...
... ekki seinna vænna. Árið er næstum hálfnað og ég er ekki alveg að standa mig í þessu ;)
En ég ætla ekki að láta þetta blogg deyja, sérstaklega ekki vegna þess að það eru komnir fullt af nýjum fídusum og alls konar sem er hægt að gera fínt ... sýnist mér amk?
Fyrsta árið í skólanum búið og ég er að einu ári nær því að verða iðjuþjálfi! Tæplega ári eftir að ég vissi að iðjuþjálfun væri til ;) skil ekki hvernig þessi starfstétt fór framhjá mér? hefði byrjað á þessu námi fyrir mörgum árum ef ég hefði vitað af því! :)
... en svo hugsa ég líka að ég hefði ekki verið eins vel undirbúin í það. Það að ég hafi ekki vitað ef því fyrr en í fyrra er mustarðsfræ. Ég veit af því núna eftir að hafa lært allt sem ég hef lært, unnið við allt sem ég hef unnið við og kynnst lífinu á ólíka vegu, þroskaðri og víðsýnni og vonandi betri manneskja?
Núna er tíminn til að læra iðjuþjálfun því ég veit að þetta er það sem ég vil gera. Get alveg sagt ykkur að það er alger gargandi snilld að vera komin með það á hreint við hvað ég vil vinna ... kannski aðeins þangað til ég skipti um skoðun aftur? hver veit? en ég er að græða heilan haug á þessu námi núna og ég hef ekki enn tapað á að læra meira ;)
Og til upplýsinga þá er þetta hérna rosalega flott síða ;)
Lifið heil
.... frekar ömurlegt samt að þetta skuli allt koma í belg og biðu þrátt fyrir að ég hafi reynt að setja inn almennleg bil :/ þessi nýji blogger er augljóslega aðeins fyrir blitzblogg um eitt afmarkað efni ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)