föstudagur, janúar 01, 2010

Hérna væri viðeigandi að skrifa áramótafærslu, reifa atburði ársins, afrek og vonbrigði, gleðiefni og hryggðarefni, þakka þeim sem eiga þakkir skyldar og hunsa jafnframt þá sem eiga það skilið en ég er ekki týpan í það ... þannig að ég ætla ekki að láta verða af því á þessum mjög svo opinbera vettvangi.

Ég ætla hins vegar að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs með von um að nýja árið færi allt það í skauti sér sem þið hafið lofað ykkur sjálfum :)Gleðilegt ár :)

Engin ummæli: