miðvikudagur, janúar 28, 2009

Ég var rétt í þessu að leiðrétta rosalegan misskilning.

Heimasíminn hringir örsjaldan, bara nokkrum sinnum í viku. Gallup og mamma hringja en mamma hringir yfirleitt í gemsann ;)

Stundum þegar ég athuga símann eru missed call á skjánum. Ég hef alltaf gert ráð fyrir að ókunnu númerin tilheyrðu Gallup - þá ályktun byggði ég á því að hafa hringt tilbaka og fengið símsvara, nokkrum sinnum því ég var forvitin, en ég man að sjálfsögðu ekki í hvaða númer ég hringdi né hvaða númer voru að hringja í mig ;)

Í kvöld hringdi síminn, ég tók hann upp og kannaðist eitthvað við númerið ... svaraði og það var spurt um Möggu.

Ok, ég þekkti númerið sem sagt ekki sem númer hjá einhverjum sem ég þekkti heldur númer sem er yfirleitt alltaf í missed call listanum ;)

Þegar ég sagði að ég væri ekki Magga spurði konan hvort hún væri kannski ekki heima? Ég sagðist ekki vita það því Magga byggi ekki hérna. Þetta kom viðmælanda mínum mikið á óvart því hún var viss um að hún hefði hringt í hana áður í þetta númer ... þegar við bárum númerin saman munaði bara einum staf, síminn hjá mér byrjar á 552 en síminn hjá Möggu á 553 þannig að Magga hefur verið að missa af símatali svona einu sinni, tvisvar í viku í laaaangan tíma!

Gott að þetta skuli vera komið á hreint, það þurfa allir að geta verið í sambandi við vini sína á þessum síðustu og verstu ;)

Lifið heil

3 ummæli:

Ásdís Pauls sagði...

ha ha ha, a.m.k. kom loksins blogg frá þér :)

Nafnlaus sagði...

ég á líka stundum missed call á heimasímanum þínum.
kv, Valgerður

Nafnlaus sagði...

hahahaha nei ég meina ég hringi stundum í heimasímann þinn og þú svarar ekki - ég efast um að einhver hringi í þig til að ná í mig

Valgerður