Tvífarar næturinnar:
Wallace úr Wallace og Gromit:
og
Matt Lucas úr Little Britain:
Ótrúlegur svipur með þeim:)
í öðrum fréttum var ég að vinna 2000 króna afslátt af andlitslyftingu í Núinu ... nú spyr sú sem ekkert veit, er 2000 króna afsláttur af svoleiðis aðgerð ekki bara dropi í hafið? eru þær nægilega algengar aðgerðir til að Núið-fólkið geti réttlætt þær sem "vinninga" þar sem þú getur líka unnið 2fyrir1 á vídeóleigum? ... hvað sem því líður, ég mun að öllum líkindum ekki nýta mér þennan afslátt þannig að ef eitthvert ykkar er að spá í svona aðgerð þá megið þið endilega fá hjá mér afsláttarmiðann:)
Góðar stundir
fimmtudagur, september 25, 2008
mánudagur, september 22, 2008
Heilræði dagsins:
Handle every stressful situation like a dog.
If you can't eat it or play with it,
Just pee on it and walk away.
og brandari í tilefni mánudagsins:
A male patient is lying in bed in the hospital, wearing an oxygen mask over his mouth and nose, still heavily sedated from a difficult four hour, surgical procedure.
A young student nurse appears to give him a partial sponge bath.
Nurse", he mumbles, from behind the mask "Are my testicles black?"
Embarrassed, the young nurse replies, "I don't know Sir, I'm only here to wash your upper body and feet."
He struggles to ask again, "Nurse, are my testicles black?"
Concerned that he may elevate his vitals from worry about his testicles, she overcomes her embarrassment and sheepishly pulls back the covers. She raises his gown, holds his penis in one and and his testicles in the other, lifting and moving them around. Then, she takes a close look and says,
"There's nothing wrong with them, Sir !!"
The man pulls off his oxygen mask, smiles at her and says very slowly,
"Thank you very much. That was wonderful, but listen very, very closely.....
"A r e - m y - t e s t - r e s u l t s - b a c k ? "
Þessi bloggfærsla var í boði Ásdísar :)
Lifið heil
Handle every stressful situation like a dog.
If you can't eat it or play with it,
Just pee on it and walk away.
og brandari í tilefni mánudagsins:
A male patient is lying in bed in the hospital, wearing an oxygen mask over his mouth and nose, still heavily sedated from a difficult four hour, surgical procedure.
A young student nurse appears to give him a partial sponge bath.
Nurse", he mumbles, from behind the mask "Are my testicles black?"
Embarrassed, the young nurse replies, "I don't know Sir, I'm only here to wash your upper body and feet."
He struggles to ask again, "Nurse, are my testicles black?"
Concerned that he may elevate his vitals from worry about his testicles, she overcomes her embarrassment and sheepishly pulls back the covers. She raises his gown, holds his penis in one and and his testicles in the other, lifting and moving them around. Then, she takes a close look and says,
"There's nothing wrong with them, Sir !!"
The man pulls off his oxygen mask, smiles at her and says very slowly,
"Thank you very much. That was wonderful, but listen very, very closely.....
"A r e - m y - t e s t - r e s u l t s - b a c k ? "
Þessi bloggfærsla var í boði Ásdísar :)
Lifið heil
sunnudagur, september 21, 2008
Mótorhjólaferðinni var svo aflýst vegna veðurs þannig að ég var ekki að missa af neinu:) samt hefur mér ekki tekist að vera alveg eins dugleg um helgina og til stóð, alveg ágætlega duglega en bara ekki alveg eins og ég var búin að "sjá fyrir mér" :)
en talandi um mótorhjólaferðir þá var Edelweiss bæklingurinn að koma í hús í síðust viku ... ef ég ynni milljón í happadrætti væri mjög erfitt fyrir mig að ákveða hvort ég færi í leyseraðgerð á augunum eða í mótorhjólferð til Nýja Sjálands eða Kína eða Suður Ameríku eða ..., þetta er bæði alveg jafnmikilvægt:) þannig að það er kannski eins gott að ég vinni yfirleitt ekki neitt í svona happadrættum ... happadráttum?
haldiði að leyseraðgerðir séu ekki orðnar skrambi öruggar þessa dagana? það væri náttúrulega ekki nægilega gott ef ég færi í aðgerð sem klúðraðist algerlega ... vitiði hverjar líkurnar eru á klúðri? ætti ég að fara að safna eða bíða kannski fimm eða tíu ár í viðbót eftir enn meiri tækni? :)
Góðar stundir
en talandi um mótorhjólaferðir þá var Edelweiss bæklingurinn að koma í hús í síðust viku ... ef ég ynni milljón í happadrætti væri mjög erfitt fyrir mig að ákveða hvort ég færi í leyseraðgerð á augunum eða í mótorhjólferð til Nýja Sjálands eða Kína eða Suður Ameríku eða ..., þetta er bæði alveg jafnmikilvægt:) þannig að það er kannski eins gott að ég vinni yfirleitt ekki neitt í svona happadrættum ... happadráttum?
haldiði að leyseraðgerðir séu ekki orðnar skrambi öruggar þessa dagana? það væri náttúrulega ekki nægilega gott ef ég færi í aðgerð sem klúðraðist algerlega ... vitiði hverjar líkurnar eru á klúðri? ætti ég að fara að safna eða bíða kannski fimm eða tíu ár í viðbót eftir enn meiri tækni? :)
Góðar stundir
föstudagur, september 19, 2008
Það er ekkert smá sem ætlar að blása þetta haustið - cocoondagurinn um daginn var síðasti dagurinn sem ég var á hjólinu því persónulega finnst mér ekkert gaman að vera á mótorhjóli í hávaðaroki, ég er ekki svo mikill andrenalínjunkie;) ... satt að segja held ég að ég sé mjög lítill adrenalínjunkie svona almennt séð, ég er meira fyrir að lenda í flugvélum heldur en að hoppa úr þeim til dæmis þó ég væri alveg til í að prófa fallhlífarstökk svona einhvern daginn við tækifæri:) en bara prófa, ekki gera það að lífsstíl og sækjast eftir því í frítímanum að vera í frjálsu falli ... þó ætla ég ekki að segja til um það fyrr en eftir að ég prófa það;)
ég er líka hætt við að fara í mótorhjólaferð upp að Landmannnalaugum í kvöld, getur líka verið að henni verði aflýst? en ég er hætt við vegna þess að ég er skynsöm, ekki vegna veðurs:) ég þarf að vera skynsöm því tíminn er afskaplega dýrmætur þessa dagana:) ég þarf að skila ritgerð á hverjum mánudegi í vetur, bara stutt ritgerð, þrjár til fimm síður, en hún er ekki heimildaritgerð heldur "hugleiðing" um efni vikunnar, ekki gagnrýni eða endursögn heldur eigum við að takast á við efnið og ræða það:)
allt í lagi þá:)
þetta hefur gengið hjá mér hingað til en ég þarf að vera hrikalega fersk og vakandi á meðan ég les því það er skelfilegt að vera búin að lesa í einhvern tíma og hafa svo ekki hugmynd um hvað stóð á blaðsíðunum á undan en ætla mér samt að "takast á við" hugmyndirnar sem komu fram skriflega:)
svo þarf ég líka að skila verkefnum á hverjum fimmtudegi í vetur:) þetta er samt alveg hrikalega, hrikalega skemmtilegt:)
Fídel biður að heilsa og lifið heil
ég er líka hætt við að fara í mótorhjólaferð upp að Landmannnalaugum í kvöld, getur líka verið að henni verði aflýst? en ég er hætt við vegna þess að ég er skynsöm, ekki vegna veðurs:) ég þarf að vera skynsöm því tíminn er afskaplega dýrmætur þessa dagana:) ég þarf að skila ritgerð á hverjum mánudegi í vetur, bara stutt ritgerð, þrjár til fimm síður, en hún er ekki heimildaritgerð heldur "hugleiðing" um efni vikunnar, ekki gagnrýni eða endursögn heldur eigum við að takast á við efnið og ræða það:)
allt í lagi þá:)
þetta hefur gengið hjá mér hingað til en ég þarf að vera hrikalega fersk og vakandi á meðan ég les því það er skelfilegt að vera búin að lesa í einhvern tíma og hafa svo ekki hugmynd um hvað stóð á blaðsíðunum á undan en ætla mér samt að "takast á við" hugmyndirnar sem komu fram skriflega:)
svo þarf ég líka að skila verkefnum á hverjum fimmtudegi í vetur:) þetta er samt alveg hrikalega, hrikalega skemmtilegt:)
Fídel biður að heilsa og lifið heil
þriðjudagur, september 16, 2008
Ég hef ekki verið afkastamikil hérna á blogginu undanfarið en fyrir því eru margar ástæður ... sem ég var byrjuð að fara útí í rosalega stórum smáatriðum en er hætt við:)
Þetta var ekki skemmtileg upptalning fyrir nokkurn mann nema mig þannig að ég hlífi ykkur við henni:)
En ég áttaði mig á svolitlu í morgun sem mig langar til að deila með ykkur. Ég er ekki lengur neitt sérstaklega mikið á móti rigningunni:) ég hef aldrei verið mikið fyrir rigningu og það hefur stundum kostað mikla andlega áreynslu að láta hana framhjá mér fara en í morgun þegar ég var á leiðinni í vinnuna fannst mér hún alveg frábær:)
það var alveg ofsalega notalegt að fara frammúr í myrkrinu, klæða mig í mótorhjólagallann og hjálminn og fara svo út í hellidembuna með eins konar hlífðarskikkju yfir mér, ég fann ekki fyrir neinum kulda eða bleytu bara hlýju og kósíheitum nánast eins og ég væri ennþá uppí rúmi, cocoon inní gallanum:)
þetta var náttúrulega stutt leið sem ég varð að fara þannig að gallinn hélt rigningunni og það er líklega það sem gerði morguninn svona góðann, ég hef lent svo oft í að vera blaut uppá bak á hjólinu í sumar að þessir skottúrar innanbæjar í cocooninu eru alveg yndislegir þrátt fyrir hitabeltisrigningu;)
Lifið heil
Þetta var ekki skemmtileg upptalning fyrir nokkurn mann nema mig þannig að ég hlífi ykkur við henni:)
En ég áttaði mig á svolitlu í morgun sem mig langar til að deila með ykkur. Ég er ekki lengur neitt sérstaklega mikið á móti rigningunni:) ég hef aldrei verið mikið fyrir rigningu og það hefur stundum kostað mikla andlega áreynslu að láta hana framhjá mér fara en í morgun þegar ég var á leiðinni í vinnuna fannst mér hún alveg frábær:)
það var alveg ofsalega notalegt að fara frammúr í myrkrinu, klæða mig í mótorhjólagallann og hjálminn og fara svo út í hellidembuna með eins konar hlífðarskikkju yfir mér, ég fann ekki fyrir neinum kulda eða bleytu bara hlýju og kósíheitum nánast eins og ég væri ennþá uppí rúmi, cocoon inní gallanum:)
þetta var náttúrulega stutt leið sem ég varð að fara þannig að gallinn hélt rigningunni og það er líklega það sem gerði morguninn svona góðann, ég hef lent svo oft í að vera blaut uppá bak á hjólinu í sumar að þessir skottúrar innanbæjar í cocooninu eru alveg yndislegir þrátt fyrir hitabeltisrigningu;)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)