laugardagur, júlí 26, 2008
Jæja, now that I've got your attention :)
geri ekki ráð fyrir að þetta verði sérlega langt blogg því milli fimm og sjö á morgnanna þjáist ég gjarnan af athyglisbrest og hérna í geymslunni aðfaranótt laugardags er ég ekki ein um að þjást af einhvers konar röskun :)
síðan ég bloggaði síðast hef ég:
farið á mótorhjóli um Vestfirðina
farið á tvær bæjarhátíðir á jafnmörgum dögum
hitt frábært fólk
séð Mamma Mia
séð Batman The Dark Knight
horft á fjölda Golden Girls þátta
lamið hendinni svo fast í girðingu að ég hélt ég væri brotin og fór á slysó - reyndist sem betur fer bara illa marin :)
sótt fjölskylduvin á flugvöllinn
keyrt á Jökulsárlón og tilbaka
skoðað nýju hverina í Hveragerði, borðaði í Rauða húsinu á Eyrabakka og fór á Draugasafnið á Stokkseyri
næstum því farið í daglegar gönguferðir með hundinn - og stundum með börn líka
farið í fjöruferðir og farið í fótabað í sjónum, einu sinni með hundinn með mér - næst ætlum við að synda (ég er ekki búin að segja honum frá því ennþá)
ég fékk gefins útiblóm sem stendur í svalahurðinni minni - fer inn og út eftir veðri, eins og kötturinn, nema ég stjórna blóminu ... man því miður ekki hvaða tegund blessaða plantan er en blómin eru blá :)
farið í ísbíltúr
farið í lautarferð
farið í verslunarferð í Kringluna!
farið í matarboð
farið í afmælisveislur
... hmmm, held þetta sé það sem ég hef haft fyrir stafni undanfarið? og líka auðvitað mætt í vinnuna, ég er þar til dæmis núna og var að fá skammir fyrir að vera "klikkað ópersónuleg" - ég tók það ekki inná mig;)
sko mig, mánuðurinn ekki liðinn en ég búin að blogga - sjáum til hvort mér takist að blogga aftur áður en hann er alveg úti;)
Lifið heil og verið góð við hvert annað
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Það er aldeilis mikið að gera hjá þér. Ég geri ekkert hérna á Akureyrinni hvað þá að fara í fótabað í sjónum:-)
Rosalega ertu búin að vera dugleg. Hins vegar hef ég fengið að vera þess heiðurs aðhljótandi að deila eitthvað af þessum hlutum með þér, t.d. annarri bæjarhátíðinni.
hehehehhe - þú? ópersónuleg?? nei það er ekki satt mín kæra ;) Hafðu það sem allra best í vinnunni :)
hehehehhe - þú? ópersónuleg?? nei það er ekki satt mín kæra ;) Hafðu það sem allra best í vinnunni :)
Skrifa ummæli