mánudagur, júlí 28, 2008

Jújú, eðli vinnunar samkvæmt þá er ég ekki sérlega vinsæl meðal kúnnanna. Viðskiptavinirnir telja mig almennt fremur harðbrjósta og kalda þegar ég sé ekki aumur á þeim og leyfi keðjureykingar ... utandyra ... og eftirlitslaust :)

En ég er alls ekki harðbrjósta, bara hreint ekki neitt þó ég segi sjálf frá. Ég er meira að segja allt, allt of lin og það er fáránlega stutt húsmóðurina í Vesturbænum stundum. Sko, fyrstu viðbrögð við fréttum og atburðum eru einum of oft viðbrögð þessarar tegundar húsmóður en þau vara yfirleitt aðeins jafnlengi og kollurinn er að taka við sér og taka stjórnina. Sem betur fer. Þegar ísbjarnynjan (? er þetta orð íslenskugúrúarnir ykkar ?) lagðist á beit í æðarvarpinu fyrr í sumar fékk ég alveg sting í mig þegar ég hugsaði um alla litlu saklausu, loðnu ungana og ósjálfbjarga ungamömmurnar sem ... þið vitið hvað ég er að fara?

Hvert er Syneta eiginlega að fara? Um hvað er hún að tala?

Jú, þannig er nefnilega mál með vexti að ég er búin að vera í hálfgerðu rusli í alla nótt því ég gleymdi nýja blóminu mínu útá svölum í gærkvöldi. Þetta er að vísu útiblóm og það er ekki alveg rétt að hafi "gleymt" því úti, ég tók ákvörðun um að skilja nýja blómið mitt eftir úti þegar ég fór í vinnuna því veðrið var svo gott, spáð þurrki og það verður að leyfa útiblómum að vera úti er það ekki? Það má ekki ræna plöntur eðlinu bara vegna þess að þær geta ekki gert sig skiljanlegar. Það væri rangt og hvað sem kaldlyndinu og miskunnarleysinu kann að líða þá er ég ekki óréttlát ...

Stuttu eftir að ég var mætt í vinnuna byrjaði hins vegar að rigna og svo fór að hellidemba og það hefur ringt nálega í alla nótt. Ég vökvaði blómið í gær þannig að núna er það kannski drukknað? Eða öll bláu blómin rignd í tætlur?

Það kemur í ljós eftir nokkrar mínútur,

lifið heil

3 ummæli:

Hlúnkur Skúnkur sagði...

"What would you attempt if you knew you could not fail?"
- I would take over a small inhabited country. Preferably where the weather is always quite nice.

VallaÓsk sagði...

vona að blómið hafi verið í lagi!!!
ég skil vesturbæjarhúsfreyjuna ágætlega á köflum - hugsaði einmitt um fulglana þegar ísbjarnarynjan/ísbirnan plantaði sér mitt á milli þeirra nema ég hugsaði um öll eggin sem hún bryti og þar með kæmu engir ungar...

núna er ég samt mest að hugsa um að maður segir bjarnynja en það gengur ekki alveg að segja ísbjarnynja - þekkiru ekki einhvera móðurmálara sem geta útskýrt það??

Nafnlaus sagði...

Hey, Björn - Birna (sbr. Hjörtur - Hirta; Fjörður - Firði; gjöf - gefa ... hmm). Samt birna.

BerglindSteins