fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ég var að keyra úr Kópavoginum í gærkvöldi, í miklum fíling með heimsfrægt sjarmatröll í spilaranum - mér finnst Magni mjög sjarmerandi maður :)


grrrrrrrrrrrr.....

Við erum sem sagt að keyra eftir Breiðholtsbrautinni og ég syng hástöfum með því að honum finnist hann vera flottur og er auðvitað sammála ... þeirri setningu amk:) þegar við erum undir brúnni hjá gamla Staldrinu sé ég ljósin á gatnamótunum við Bústaðarveg verða rauð, ég held áfram að syngja og byrja að skipta niður ... þegar ég tek Ara úr fjórða er eins og ég missi takið á gírstönginni og hún fer að synda um allt saman - ekki um allan bílinn heldur í gírkassanum:/ eins og "brautirnar" sem gírstöngin rennur í til að rata á gírana hafi allt í einu bara horfið! ekki sérstaklega þægilegt á fullri ferð í rigningu en ég er einstaklega góður og vanur og pollrólegur bílstjóri (eins og allir vita er það ekki?) og ég veit alveg hvar gírarnir eru (margra ára þjálfun), ég þarf í sjálfu sér ekki að braut til að leiðbeina mér að þeim - en ég fattaði ekki fyrr en í gær hvað er það er miklu þægilegra að hafa þær:)

ég hafði svo sambandi við verkstæðið mitt í morgun því ég hef aldrei heyrt um svona bilun áður og sá frammá að vera á Miklubrautinni einhvern háannatímann í nánustu framtíð með gírstöng í annarri, lófafylli af hári í hinni og heyrnalaus af flauti óþolinmóðra samferðamanna ... ég þoli ekki að vera bjáninn sem hringir til að lýsa bilun sem ég skil ekki sjálf:

"heyrðu, gírstöngin losnaði á bílnum mínum"
"hvað meinarðu?"
"ja, hún er svona laus en samt föst"
"nú já ..."
"sko, áður en hún losnaði var hún fest"
"... já"
"en núna er eins og hún sé í bandi ..."
"einmitt það?"
"já, hún virkar alveg eins og gírstöng en er ekki lengur gír"stöng" því hún er laus í allar áttir"
"geturðu keyrt bílinn?"
"já, já, ekkert að gírunum sjálfum, hjálparadekkin eru bara dottin úr kassanum ..."

...

"heyrðu, viltu ekki bara kíkja hingað með bílinn? ég heiti Þorsteinn"

... ójá, það er erfitt að lýsa því sem hefur aldrei gerst áður ... núna veit ég að það er líklega splitti sem vantar í festinguna en Þorsteinn vinur minn ætlar að tala við Brimborg fyrir mig - ég skipti við langbesta bílaverkstæði í Reykjavík:)

og að lokum þá reyndist ég ekkert hafa verið tvíbókuð síðasta þriðjudag, ég var þríbókuð - búin að lofa mér á þrjá staði sama kvöldið, munur að vera vinsæl og ringluð :)

Lifið heil

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Mér líður eins og ég sé með andlegan njálg ...


og það er ekki gott, skiljanlega - ég er ekki með líkamlegan eða raunverulegan njálg hins vegar, svo það sé á hreinu og kristaltæru :)

ég er bara scatterbrain þessa dagana ... kann illa við það

það er mjög vont að geta ekki einbeitt sér almennilega þegar verið er að skipuleggja hittinga við fólk og tvíbóka sig - en eins og minnst var á í síðustu færslu þá á ég alveg yndislega vini þannig að það kemur ekkert að sök :) en það er líka erfitt að vera með njálg í kollinum þegar það þarf að einbeita sér að vinnunni - ég þarf að gera það á morgun, ójá, einbeiting að tölum er ekki mín sterka hlið því miður þannig að ég er að vona að ég verði skárri en í dag

... í dag einmitt fór ég með hundinn upp í Heiðmörk, við förum "út fyrir bæinn" nokkrum sinnum í viku þannig að ég villtist ekkert eða þannig, njálgur i hovedet virkar ekki þannig nefnilega ....

við fórum hring um Elliðavatnsheiðina, við förum hann stundum, um það bil 4 km og skemmtilegt að fara þetta - Crouching Tiger Hidden Dragon skógarbútur þarna sem ég mæli með, ef þið hafið séð myndina og "opnið" hugann þá hljótið þið að sjá svipinn með trjánum ... ég get ekki verið sú eina sem sé hann :) en eníhú, við höfum farið þetta saman í alls konar veðrum því ég er ekkert hrædd við veður eins og sumir sem ég bý með (nefni engin nöfn en það byrjar á F og endar á ídel) því ég kann að klæða mig - yfirleitt, í dag var ég á gallabuxum og strigaskóm, að vísu bestu strigaskóm í heimi (Asics Gel Nordic þannig að tásurnar héldust þurrar þangað til ég fór úr þeim heima og steig beint í bleytu eftir hundinn) en ekki uppháir þannig að snjórinn sem ég varð að vaða átti fremur greiða leið að öklunum á mér og gallabuxur hafa aldrei flokkast undir útivistarfatnað ... nema í Bandaríkjunum auðvitað en það er margt öðruvísi í þeim ríkjum :)



ég kann sem sagt yfirleitt að klæða mig og finn ekkert fyrir veðrinu sem varð einu sinni til þess að ég skammaðist mín ofsalega mikið eftir einn göngutúrinn, þegar við vorum næstum hálfnuð skall á ofsalega mikil og blaut og köld slydda en það var bara aðeins styttra að snúa við en að halda áfram þannig að við héldum áfram, við erum bæði svo vel "klædd" hugsaði ég, hann í pels og ég í ull, flís og goretex en þegar hundurinn sá loksins glitta í bílinn tók hann á rás og beið hlémegin við hann þangað til ég kom og opnaði fyrir honum ... hrikalegt að leggja svona á skynlausar skepnur :(

kannski gerðum við systkinin feil þegar við nefndum loðkútana okkar? ef við vildum að þau gætu tekist á við íslenska veðráttu hefðum við kannski ekki átt að skíra þau latínó nöfnum?

held ég geti alveg mælt með Children of Men ... það er henni að þakka að þið fáið færslu svona rétt undir miðnætti, en ég held ég lesi nú samt líka bókina :)



Góðar stundir

mánudagur, janúar 22, 2007

Getur verið að ég sé barasta búin að fá reddað Linkin Park og Korn og öllu hinu sem ég átti að reyna að nálgast - ég á svo frábæra vini og vinn með yndislegu fólki sem á stór og merkileg geisladiskasöfn og börn sem hafa aðgang að internetinu og vita að "það á alltaf að taka backup", enda vel uppalin :)

ég fylgist með nokkrum síðum á netinu og það gleður mig ósegjanlega að benda ykkur á síðu bræðranna sem eru að skipuleggja drauminn - getiði á hvernig hjóli þeir ætla í heimsreisuna???

jú, mikið rétt, þetta svarta hjól á myndinni er alveg eins og mitt nema bara svart ekki blátt ... þau eru bæði alveg jafngóð en blátt er samt fallegra :)

og þar sem ég er að tala um farartæki þá má ég til með að benda á síðu um öryggismál í umferðinni ;)

góðar stundir
Góðan og blessaðan:)

ég var beðin um greiða og mér gengur ágætlega að klára dæmið en það gengur ekki allt eins vel. Núna þarf ég að spyrja ykkur hvort þið getið nokkuð hjálpað mér á endasprettinum; eigið þið diska með Linkin Park og/eða Korn? :) ef þið getið lánað mér þá brot úr degi væri ég ofsalega þakklát, ég gæti jafnvel borgað greiðan með einhverju öðru ... eins og súkkulaði? :)

... svo megið þið líka alveg spyrja fólk í kringum ykkur hvort það eigi eða geti nálgast þessar hljómsveitir :)

Lifið heil

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Ég fór til tannlæknis í gær og fékk gult flúor á tennurnar eins og þegar ég var krakki, engin skemmd (til allrar hamingju!) en hann ætlar að skipta út fyllingu í næsta mánuði því honum finnst hún ekki virka alveg þétt - þar hafið þið það :)

Mér finnast ketilbjöllur alveg jafnmikil snilld og síðast þegar ég bloggaði og fyrir hina fjölmörgu áhugasömu einstaklinga sem hafa leitað til mín eftir upplýsingum um ketilbjöllur og meðferð þeirra undanfarið (endilega haldið áfram að forvitnast:)) get ég bent á kettlebells.is og Mjölni og þaðan er hægt að finna krækjur á síður um allan heim á mismunandi tungumálum. Þeir sem hafa ennþá áhuga geta kíkt á vefsjónvarp ríkisútvarpsins og horft á íslendinga eins og mig sveifla þessu eða farið á youtube.com og skrifað kettlabells í leitargluggann efst hægra megin :)

Eina sem vefst fyrir mér núna er að finna viðeigandi æfingastað til að stunda þessa nýju íþrótt - bjallan mín er 12 kíló og þó ég hafi aldrei misst hana hingað til er ekkert grín að missa 12 kíló af járni á parketið inní stofu eða á svalirnar (sem eru úr timbri og á fjórðu hæð ...) eða á vegg eða húsgagn - það mun koma far ef það verður slys, far er líklega ekki rétta orðið, skemmd er ábyggilega réttara:) ætli ég geti ekki bara farið í myndastyttugarðinn hinum megin við götuna með balaclava og æft í skjóli hinnar eilífu nætur íslensks veturs? passa bara að missa ekki kúluna á einhverja styttuna;)

Eruð þið byrjuð að skipuleggja sumarið ykkar? mér finnst eitthvað fullorðinslegt við það að skipuleggja sumarfrí en eftir útlandaferðina mína í lok síðasta árs er ég svo skemmd (eða á réttri braut kannski frekar?:)) að það kemur ekki til greina að ég noti allt fríið mitt í að vinna eins og svo mörg undanfarin ár:) frí eru góóóóóóððð :)

ætli ég komist upp með að taka mér frí alla föstudag og mánudaga í júlí og ágúst og vinna bara 3 daga í viku?

Góðar stundir

mánudagur, janúar 15, 2007

Spyrjið mig um ketilbjöllur :)

vissi ekki að það væru svona margir vöðvar í hryggnum og öxlunum en þar sem ég veit af þeim núna (harðsperrur? Ójá!) er algerlega málið að virkja þá reglulega og mikið - keypti mér 12 kílóa ketilbjöllu og ætla að byrja að nota hana um leið og ég er búin að jafna mig á að hafa lært að sveifla helvítinu.

Lifið heil

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Gleðilegt ár rúsínurnar mínar :)

þakka ykkur kærlega fyrir öll kommentin undanfarið og afsakið þessa bloggleti undanfarið, ég gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti svona tryggan lesendahóp og verð að viðurkenna að ég er svolítið upp með mér - kannski ég reyni að bæta mig á nýju ári svo þið haldið áfram að lesa? :)

vegna þess að það er næstum kominn mánuður síðan ég bloggaði síðast þá þarf varla að nefna það en mjög margt hefur gerst síðan í fyrra ... en ég veit ekki hvar ég á að byrja:) ef ekki væru ásakanir um agaleysi, mótmælaspjöld, símtöl og boot camp stæl hvatningarhróp myndi ég líklega bara blogga um páskana og sleppa þessum undanfarna mánuði?

ég kem ofsalega vel undan jólunum, maturinn var góður, fríið ljúft, fólkið skemmtilegt og pakkarnir útpældir, þannig eru bestu pakkarnir:) ég fékk saltlampa og myndir af frændsystkinum og heila körfu af vellyktandi hinu-og-þessu og kósí inniskó og náttföt (í stað þeirra sem var stolið í útlöndunum;)) og fleira og fleira, meira að segja ipod nano sem er orðinn nýi besti vinur minn - þið sem haldið að þið séuð bestu vinir mínir, nú verðið þið að fara að æfa ykkur í að skynja tilfinningar mínar og syngja lögin sem ríma við sálarástand mitt á hverjum tíma - án þess að ég segi orð því ég má káfa orðlaust á ipodinum og skipta um lag sem passar við það hvernig mér líður en ég mun ekki káfa á ykkur, það gengur aldrei upp til lengdar að káfa á vinum sínum og stundum get ég ekkert tjáð það með orðum hvernig mér líður - loksins er komið "soundtrack" við líf mitt, ég hef alltaf vitað að það væri þarna einhvers staðar í bakgrunninum en ég hef orðið að humma lögin sjálf og yfirleitt man ég bara eitt í einu og sama lagið gengur ekki við öll tækifæri því sama á hverju dynur eru alltaf nokkrar tilfinningar sem fylgja hverri "uppákomu", þau eru núna komin í playlista og kannski deili ég einhverjum þeirra með ykkur einhvern daginn?:) en það sem ég var byrjuð að segja; hugsanalestursnámskeið eða þið verðið að sætta ykkur við annað sætið:)

púslið er enn í vinnslu en mér er farið að líða eins og persónu í ævintýri sem spinnur og spinnur allan daginn en þegar hún vaknar á morgnanna er allur þráðurinn orðinn að heyi aftur - ég púsla og púsla svo þegar ég kem heim á kvöldin hefur Fídel búið sér til bæli í púslinu miðju og þæft allt sem kló á festir - kannski hefði ég átt að skíra loðkútinn Rumplestiltskin en ekki Fídel?

svo margt er enn óbloggað en núna er ég orðin þreytt og ringluð og man ekkert - en ég ætlaði að minnast á eitt enn (geymi Ómar þangað til næst), klukkan tíu mínútur í fjögur, aðfaranótt jóladags fékk ég sms sem hefur væntanlega átt að fara á einhvern annan en mig (því mér dettur enginn í hug sem myndi senda svona á mig því ég þekki engan sem fílar manninn) en gladdi mig ósegjanlega mikið þegar ég rumskaði um morguninn:

Chuck Norris doesn't read books. He stares them down until he gets the information he wants. kv m


kannast einhver við að hafa sent mér þetta óvart?:) hvort sem ég þekki þessa "m" manneskju eða ekki þá fannst mér þetta mjög skemmtileg byrjun á deginum:)

núna er ég hins vegar að fara að sofa

góða nótt og lifið heil