miðvikudagur, maí 10, 2006

Siðmenntaðar framkvæmdir hafa enn ekki hafist og loftborinn er enn í fullum gangi en góðu fréttirnar er að þeir hafa fundið neðanjarðarstöðuvatn í kjallaranum! Það er að minnsta kosti allt á floti þarna núna ... nema þeir ætli kannski að byggja sundlaug í staðinn fyrir sólskála?

Sem betur fer hef ég ekki þurft að þola þennan hávaða í allan dag og ég hef alltaf stoppað svo stutt heima þessa vikuna á meðan þeir eru að þessu, bara rétt til að tékka á póstinum og blogginu og skipta um föt svo er ég farin aftur, en aumingjans kisurnar eru í klessu og heimavinnandi og -verandi fólk er eflaust allt orðið heyrnalaust og gráhært ... verð að athuga hvernig hárið er á nágrönnunum næst þegar ég hitti þau, kisurnar eru greinilega alveg búnar að fá nóg og þurfa mikla athygli þannig að ég ætla að sinna þeim en ekki ykkur þangað til ég þarf að mæta aftur í vinnu:)

Með loftborskvejðu úr Þingholtunum

Engin ummæli: