þriðjudagur, maí 16, 2006

Fyrst er áríðandi tilkynning frá Sjálfstæðismönnum í Tuborg (áður Árborg)

Eins og flestir ef ekki allir íbúar Tuborgar vita þá hefur eitt af stóru baráttumálum Sjálfstæðisflokksins í Tuborg fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í ár verið áhersla á að Hellisheiðin verði full-upplýst á næsta kjörtímabili... Þetta baráttumál er ekki lengur á stefnuskrá flokksins þar sem komið hefur í ljós að ljósastaurar geta hreinlega bara verið fyrir!!

og í öðrum fréttum þá er hjólið komið í lag þannig að ég kemst hraðar á milli staða sem er fínt því ég virðist alltaf eiga að vera annars staðar nokkrum mínútum eftir að ég hætti að eiga að vera þar sem ég var ... en ég gaf blóð í gær og fékk bréf frá gömlum vini í Frakklandi, lífið er barasta mjög fínt þrátt fyrir pikkles, kaos og uppnám:)

Góðar stundir

Engin ummæli: