þriðjudagur, maí 02, 2006




... hver hefur verið að bíða eftir hvítum jakkafötum? Herra Hafnarfjörður segir í auglýsingunum sínum að allir hafi verið að bíða eftir þeim en þeir hljóta að vera að ljúga því ég þekki engan sem bíður?

... bandarískt fólk er búið að fatta mæspeis því ég var að horfa á Jay Leno og þegar hann sagði orðin brutust út fagnaðarlæti meðal áhorfenda hans, en hann var að tala um mæspeis í sambandi við þingmann sem reyndi að draga "14 ára" tálbeitu bandarísku alríkislögreglunnar á tálar, er mæspeis útlenskt einkamál.is?

... ég fór að pæla í nótt, á meðan ég beið eftir því að sofna, þegar þið hellið á milli glasa þá verður alltaf eitthvað eftir í gamla glasinu/bollanum, hversu mikið verður eftir? ef ég ætlaði að hella einum desilítra "á milli" glasa/bolla en alltaf nota nýtt glas (og bolla þegar glösin klárast) hversu mörg glös þyrfti ég? ég geri ráð fyrir að það sé hægt að mæla það sem verður eftir í glasinu sem hellt er úr og að það magn ræðst af því hvers kyns vökvinn er, sýróp til dæmis skil meira eftir sig en til að mynda soðið vatn ... glasið gæti líka haft einvher áhrif, pappaglas vs. glerglas, og auðvitað skiptir "hellarinn" sjálfur máli, hvað fer mikið útfyrir? ég komst að þeirri niðurstöðu að allt klárast að lokum og ef það nennir enginn að hella neinu þá gufar vatn upp og maurar éta sýróp, ég þyrfti bara að redda maurum og svo sofnaði ég ... alltof seint:)

... ég vaknaði í morgun nokkrum mínútum eftir að ég fór að sofa og fór niður á Tjörn með litlu frænku minni og stóru systur, við vorum með fjögur heil brauð sem við fengum gefins í bakaríi:) það tekur langan tíma að rífa niður fjögur brauð og það var mikið um að vera í vatninu, tveir svanir fóru að rífast og einn þeirra elti hinn fram og aftur með bakkanum ... ég varð fyrir gusunum og það var andavatnslykt af mér í allan dag ... ég get ekki ákveðið mig hvort ég fíli svani eða ekki? kannski verður sú spurning til þess að ég verði andvaka aftur í nótt?

... ég fékk gefins trékassa um helgina sem ég veit ekki hvort ég vil eiga og ef ég vil eiga hann hvað ég eigi að gera við hann ... hann er stór og gæti litið vel út ef ég málaði hann með málingunni sem ég keypti í gær ... ómeðvitað er ég jafnvel búin að taka ákvörðun nú þegar, ég þarf ekki að mála neitt annað blátt:)

Ást og virðing

Engin ummæli: