föstudagur, maí 05, 2006

Ég hálfskammast mín fyrir hvað ég er búin að þjálfa kettina vel ... Fídel er á sérfæði og má helst ekki borða annað en það sem dýralæknirinn leyfði, Seifur er líka á nokkurs konar sér-fæði, hann borðar allt sem hann sér:) en ég er búin að harðbanna honum að koma nálægt matnum hans Fídelar! Fídel nær aldrei að klára matinn sinn ... hann borðar eins og fugl, en ekki segja honum það;) Seifur klárar matinn sinn og reynir svo að borða það sem Fídel skildi eftir en ég stoppa hann alltaf af ... fyrst klappaði ég alltaf og tók matinn af honum, svo klappaði ég en þurfti ekki að taka af honum matinn, hann hætti bara að borða, en núna virðist ekkert þurfa að gera lengur ef ég er einhvers staðar nálægt ... á meðan ég pikka þetta hefur Seifur legið á eldhúsgólfinu og krækt sér í mylsnur af gólfinu í kringum sérfæðis-diskinn hans Fídelar ... mér finnst ekkert sérlega gott að kötturinn sé að borða af gólfinu en ég hugga mig við það að ef ég snéri mér undan án þess að fjarlægja diskinn myndi allt klárast á augnabliki, ég er búin að þjálfa kettina en þeir eru samt ekkert "þjálfaðir";)

Ég var að keyra áðan og útvarpið var stillt Kiss FM, klukkan var sex og þátturinn Sex til sjö átti að byrja. Þulurinn kynnti þáttinn en svo þagnaði útvarpið og ekkert heyrðist í hátt í mínútu svo heyrðist í útvarpsþulinum "tæknin er eitthvað að stríða þeim í Sex til sjö, það heyrist ekkert í míkrófónunum þeirra en þetta hlýtur að fara að koma, ekki hafa áhyggjur ..." ... hafið þið einhvern tímann haft áhyggjur af útsendingum og afsökuðum hléum? vissi ekki að ég ætti að hafa áhyggjur af slíku því hingað til hefur útsendingin alltaf byrjað aftur þegar tæknin hættir að vera stríðnispúki eða tæknimennirnir fatta hvaða snúra datt úr sambandi ... ég myndi kannski hafa áhyggjur ef útsending rofnaði alveg eftir að þulur hafi sagt "við rjúfum þessa beinu útsendingu frá síðustu mínútum úrslitaleiks Íslands og Brasilíu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu því aaaaaaaaarrrrrrrrrrrrgggggggggggggggggghhhhhhhhhhhhhhhh .... " jú, þá hefði ég áhyggjur, því ég myndi líklega aldrei horfa á beina útsendingu frá nokkrum fótboltaleik ótilneydd ...

Með ást og virðingu

Engin ummæli: