þriðjudagur, júní 28, 2005

come, be blessed and be happy

... ég á alltaf eftir að setja þessa snilldar auglýsingu inn hérna svo þið sjáið hvað ég er að fara með þessu "heilsi"/ávarpi - Maja, feel free to comment:) ... ég ætlaði að senda hana inn á eftir því ég á í smá tæknilegum vandræðum með hana en ... jú ég set hana inn á eftir með Hello:) hún vill ekki snúa rétt og cropið eyðileggst ef ég tek hana beint af tölvunni minni og í gegnum blogger - skiptir ekki máli:)

ég var að fatta áðan að það er eiginlega ómögulegt að leika við tvo ketti í einu án þess að verða skotmark, ég var að reyna það nefnilega, var að leika við Seif með banddóti og Fídel með leikfangamús en ég gat ekki fylgst með báðum í einu en þeir voru hins vegar báðir mjög einbeittir að ná bráðinni ... sem þeir föttuðu skyndilega að væri raunverulega hendin á mér, ekki bandið og ekki músin - þeir verða bara sjálfir að sjá um sín skemmtiatriði héðan í frá, nema þegar fleiri en ég er að leika við þá, það ætti að virka:) set inn mynd af þeim saman þegar ég næ góðri mynd:) ... þeir eru að verða vinir, hef ekki heyrt hvæs í lengri tíma ... en þeir eyða samt ofsalega miklum tíma í störukeppni og vita alltaf, alltaf hvar hinn er:) frekar fyndið:)

ætlaði á kaffihús með línuskautahópnum, H-línunum, í gærkvöldi eftir námskeiðið en ég varð að koma við á nokkrum stöðum áður en ég komst þangað því mamma og pabbi voru á leið heim frá útlöndunum og þá voru allir farnir ... en Dagný Ásta, Eva, Sirrý og Lilja (ekkert blogg?) voru þar og ég gate-crashaði hittinginn þeirra, vona að það hafi verið í lagi:) ég skemmti mér amk mjög vel:)

svaf yfir mig í morgun og missti af rigningunni sem ég ætlaði að nota til að taka til í ... verð að fara að gera það bráðum:) ... er ekki spáð rigningu út vikuna? þá næ ég vonandi að taka eitthvað til áður en ég fer í Þórsmörk:)

góðar stundir

Engin ummæli: