fimmtudagur, júní 16, 2005

Come, be blessed and be happy
(komið þið sæl og blessuð)

Ég man alveg núna hverju ég var að gleyma þarna um kvöldið, þessu bloggvæna sem ég átti eftir að blogga um:)

Starfsmannaferðin á laugardaginn síðasta var mjög skemmtileg, skoðuðum bókasafnið í Mosfellsbæ og ég verð að segja að ég mæli hiklaust með því bókasafni því þar er mjög margt merkilegt, múmínálfastólar, dýr sem geta étið þig, stríðsminjasafn og risastórt tundurdufl og síðast en ekki síst bókasafnsfræðingar sem kalla sig "þjónustufulltrúa" og eru 14 launaflokkum hærri en "bókaverðir" - mjög merkilegt, ef þú ert ekki að fá nægilega góð laun hjá Ríkinu ættirðu að kalla stöðuna þína eitthvað annað:) ... eftir þessa færslu ælta ég að reyna að setja inn myndafærslu með myndum úr ferðinni:)
eftir bókasafnið fórum við í Mosfellsbakarí, nammi, nammi, nammi, namm!!! verulega flott bakarí, ef þið eruð einhvern tímann í Mosfellsbæ hringið endilega í mig og ég skal leiðbeina ykkur á flottasta bakarí landsins:) ... samt ekkert erfitt að finna það ef þið beygið til vinstri þegar þið eruð alveg komin inn í bæinn ... vitið þið hvar Vínbúðin í Mosó er? þar inn og aðeins lengra stendur "Bakarí" á einu húsinu, it's there:)
og eftir bakaríið fórum við upp að Gjúlfrastein þar sem við skoðuðum safnið og hlustuðum á fyrirlestur ... það er sundlaug í garðinum, HKL sagði víst við Auði konu sína: "mig langar í sundlaug, gæturðu ekki bara reddað því? ég er farinn til Rúmeníu" svo fór hann og þegar hann kom aftur var sundlaug í garðinum hans ... verulega flott, eins og að vera á Grikklandi eða eitthvað:) aftur, ef mér tekst að setja inn myndafærslu á eftir þá kemur mynd af sundlauginni:)
ferðinni lauk á gönguferð þar sem við fetuðum í spor HKL upp með Köldukvísl ... minnir mig að áin heiti:)
um kvöldið var ég boðin í grill með rauðvíni, gönguferð um gettóið og í partý með úti-arin og mjög skemmtilegu fólki:) löggan kom og allt saman ... ekki í okkar partý að vísu, í partýið í næsta húsi - þá var ekki búið að kveikja eldinn hjá okkur:)

á sunnudagskvöldið fór ég að sjá Star Wars III - Who's Your Daddy - fín mynd, miklu, miklu betri en Star Wars I og Jar Jar Binks var blessunarlega víðsfjarri ... kannski að ég fari að sjá Star Wars II núna?

og á mánudagskvöldið fór og ég hitti stelpurnar úr skólanum á ÍsCafé - rosalega góður kúluís þar, mæli hiklaust með staðnum og jamms, ég ætla að setja inn mynd eins og þú baðst um Berglind:)

Gréta átti afmæli í gær, rosalega fín afmælisveisla hjá henni í gærkvöldi, takk fyrir mig:) ... en ég tók engar myndir, steingleymdi því þannig að ég verð bara að taka myndir næst:)

... var það fleira? jamms, ábyggilega hellingur en ég ætla að fara að setja inn myndir núna

Stay, be blessed and be happy

Engin ummæli: