mánudagur, júní 27, 2005

... og hvað segja bændur í dag?:)

ég er að fara á línuskautanámskeið í kvöld:)!!!

... frekar þreytt eftir helgina en hún var alveg þess virði:) fór í tvö afmælisboð hjá litlu frænku minni, eitt fyrir bekkinn með pulsum og annað fyrir "okkur hin" bæði mjög skemmtileg en "við hin" vildum ekki fara í Löggu og bófa þannig að þau voru bara þrjú, miðað við að þau voru næstum þrjátíu í leiknum í pulsupartýinu ég held að það hafi vinningin hjá litlu frænkunni;)

Þórsmörk var frábær og ég er farin að hlakka mikið til næstu helgi, jamms, ég er að fara aftur þá:) þessi helgi var bara svona upphitun:)

ég lærði að skipta um rafgeymi í bíl sem er í gangi - rosalega merkilegt, finnst mér, að það er hægt að taka rafgeymi úr bíl sem er í gangi og setja annan í án þess að hann "fatti" það, með smá tilfæringum:) það er svolítið eins og að horfa á hjartaaðgerð án blóðsins:)

Fídel og Seifur hittust líka um helgina og eru enn að kynnast ... ekki alveg þeygjandi og hljóðalaust en eina blóðið hingað til er úr mér:) þetta er ekkert slæmt samt, þeir eru báðir mjög rólegir þannig að þeir eru ekkert að slást og ég held að eftir smá tíma verði þeir orðnir fínustu vinir;) vona það amk því mig langar til að sofa án þess að hrökkva upp við minnsta hljóð:)

annar sem hefur nýtt dýr á heimilinu er Gunnar litli bróðir minn, hann fékk lítinn 9 vikna scheffer hvolp á föstudaginn og hefur ekki sofið síðan:) ef þið ætlið að fá ykkur hvolp mælir hann með því að þið takið ykkur nokkra vikna frí:)

mamma og pabbi koma heim í kvöld þannig að ég ætla að fara að gera eitthvað:)

góðar stundir

Engin ummæli: