föstudagur, október 24, 2003

nenni ekki að pæla í skoðunum lengur... þú ert ekki fordómafullur þó þú hafir skoðanir ef þú gerir ráð fyrir að aðrir hafi líka skoðanir - það er mín niðurstaða... nokkurn vegin:) en hérna eru tvær stelpur sem voru að starta bloggsíðum til að viðra sínar skoðanir og verði þeim af því:)

fann þetta blogg hjá stelpu sem er greinilega miklu, miklu óheppnari en ég:) ég hef aldrei hlaupið með hendur í vösum og hrunið beint á andlitið... hingað til... náttúrulega er bannað að segja aldrei.... kannski kemur sá tími þar sem ég er neydd til að hlaupa með hendur í vösum útaf því að ég er að flýja með eitthvað sem má ekki detta úr vasanum eða eitthvað.... kannski kemur sá tími aldrei?:) .... en ég hef lært af mínum slysförum að ég eigi aldrei undir nokkrum kringumstæðum að valhoppa!!!! valhopp er hopp val dauðans!!! lærði samt ekki að forðast valhopp fyrr en 23 ára (held ég) eftir bæði slitin og "trosnuð" liðbönd í öklanum mínum, brotinn olnboga og úppúrsköflungsbeinflísun (þvílíkt vont allt saman:))...

þessi síða er soldið flott... gaurinn gerir greinilega ekkert annað... skrollið aðeins niður og klikkið á "Read our breif report about you" við hliðina á rauða púkanum.... kannski fáið þið að sjá allt sem er á harða drifinu ykkar.... það getur einhver gaur á Madagaskar notað tölvuna þína til að hakka sig inn í móðurtölvu FBI (ef hann er nægilega klár) án þess að þú hafir hugmynd um það.... soldið spúkí jafnframt soldið merkilegt...

ef ykkur langar til að flytjast til Washington er alltaf hægt að sækja um vinnu hérna og verða kannski njósnari:) býst þó við að maður verði að vera bandarískur ríkisborgari... sé það samt hvergi... það er líka hægt að sækja um hérna.... svona ef þú varst rosalega hrifin/n af X-files:)

Engin ummæli: